Vart hef­ur orð­ið við vör­u­skort á Akur­eyr­i en gríð­ar­leg­ur fjöld­i ferð­a­mann­a er nú í bæn­um enda veð­ur þar með allr­a best­a móti, sól og blíð­a. Á­fram er spáð góðu veðr­i þar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins er ferð­a­mann­a­fjöld­inn far­inn að segj­a til sín og hill­ur ým­iss­a versl­ann­a ansi tóm­leg­ar. Svip­að var uppi á ten­ingn­um á Aust­ur­land­i fyrr í vik­unn­i.

Tómlegt var um að lítast um Vínbúðinni á Akureyri í gær en samkvæmt ferðamanni sem Fréttablaðið ræddi við voru hillur hennar orðnar nánast auðar. Skortur sé á þessu klassíska á grillið, hamborgurum, pylsum og meðlæti í fjölda verslana.

Veitingamaður á Akureyri segir allt uppbókað hjá sér og á veitingastöðum víðar í bænum. Nánast útilokað sé að fá borð að kvöldi til.

Akur­eyr­i skart­ar sínu feg­urst­a um þess­ar mund­ir.
Fréttablaðið/Auðunn