Vart hefur orðið við vöruskort á Akureyri en gríðarlegur fjöldi ferðamanna er nú í bænum enda veður þar með allra besta móti, sól og blíða. Áfram er spáð góðu veðri þar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ferðamannafjöldinn farinn að segja til sín og hillur ýmissa verslanna ansi tómlegar. Svipað var uppi á teningnum á Austurlandi fyrr í vikunni.
Tómlegt var um að lítast um Vínbúðinni á Akureyri í gær en samkvæmt ferðamanni sem Fréttablaðið ræddi við voru hillur hennar orðnar nánast auðar. Skortur sé á þessu klassíska á grillið, hamborgurum, pylsum og meðlæti í fjölda verslana.
Veitingamaður á Akureyri segir allt uppbókað hjá sér og á veitingastöðum víðar í bænum. Nánast útilokað sé að fá borð að kvöldi til.
