Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á að koma á fót sýningu og fræðslusetri um náttúru og jarðfræði með áherslu á eldgosið við Fagradalsfjall.

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku kom fram að mikill fjöldi ferðamanna hefði komið á gosstöðvarnar og gert væri ráð fyrir að svo yrði áfram jafnvel þó engin eldvirkni verði til staðar.

Bærinn leggur fram aðstöðu í menningarhúsinu Kvikunni.