Rétt fyr­ir há­deg­i í dag barst Neyð­ar­lín­u til­kynn­ing frá göng­u­mönn­um sem voru ör­magn­a en þeir voru stadd­ir á Spreng­i­sands­leið.

Í til­kynn­ing­u frá Lands­björg kem­ur fram að menn­irn­ir hafi ver­ið á göng­u í viku og voru orðn­ir kald­ir og hrakt­ir eft­ir „ís­lensk­a sudd­ann“ en und­an­farn­a daga hef­ur rignt á há­lend­in­u, og þar rign­ir enn.

„Það hef­ur ekki ver­ið hing­að til mik­ið að gera, há­lend­ið er að opna viku seinn­a en van­a­leg­a og það má bú­ast við því að verk­efn­um þar muni fjölg­a í kjöl­far­ið,“ seg­ir Dav­íð Már Bjarn­a­son upp­lýs­ing­a­full­trú­i Lands­bjarg­ar í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Hann seg­ir að há­lend­i­svakt­in sé kom­in af stað í Land­mann­a­laug­um og að hún muni dreif­a sér næst­u daga víða um há­lend­ið.

„Það er þá auk­ið við­bragð á há­lend­in­u þeg­ar ferð­a­menn og göng­u­fólk fer að lend­a í vand­ræð­um. Það má bú­ast við því að svon­a út­köll­um fari að fjölg­a,“ seg­ir Dav­íð.

Hann seg­ir þó að­stæð­ur hafa ver­ið sér­stak­leg­a erf­ið­ar und­an­farn­a daga en eins og greint hef­ur ver­ið frá þá hef­ur ver­ið ó­venj­u­kalt á norð­an­verð­u land­in­u og á há­lend­i auk þess sem það hef­ur ver­ið töl­u­verð úr­kom­a síð­ust­u daga.

„Það er það sem kom þess­u fólk­i í bobb­a. Þett­a eru er­lend­ir ferð­a­menn og það eru ekki all­ir van­ir roki og lá­rétt­u ís­lensk­u rign­ing­unn­i. Það kunn­a ekki all­ir á hana og van­met­a að­stæð­ur,“ seg­ir Dav­íð og að eft­ir slík­a vos­búð í nokkr­a daga sé fólk bara búið á því.

Hann seg­ir að ferð­a­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið slas­að­ir en að há­lend­i­svakt­in hafi far­ið með þau í Land­mann­a­laug­ar þar sem átti að sinn­a þeim bet­ur.

Myndin er tekin þegar björgunarbáturinn Sjöfn var kallaður út í dag.
Mynd/Landsbjörg

Erill hjá björgunarsveitum í dag

Björg­un ferð­a­mann­ann­a er þó ekki eina út­kall­ið sem björg­un­ar­sveit­ir hafa sinnt í dag. Í póst­i frá Lands­björg kem­ur einn­ig fram að snemm­a í morg­un hafi björg­un­ar­skip­ið Gísl­i Jóns ver­ið kall­að út frá Ísa­firð­i vegn­a vél­ar­van­a strand­veið­i­báts. Bát­ur­inn var stadd­ur 10 sjó­míl­ur vest­ur af Barð­a mill­i Önund­ar­fjarð­ar og Dýr­a­fjarð­ar. Björg­un­ar­skip­ið sótt­i hann og tók í tog til Bol­ung­ar­vík­ur.

Klukk­an var hálf tvö var björg­un­ar­bát­ur­inn Sjöfn í Reykj­a­vík einn­ig kall­að­ur út vegn­a vél­ar­van­a báts. Að þess­u sinn­i var um að ræða skemmt­i­bát sem varð vél­ar­van­a suð­ur af Við­ey, hann var tek­in í tog og dreg­in til hafn­ar. Engan sak­að­i um borð.

Stutt­u síð­ar var björg­un­ar­sveit frá Hér­að­i köll­uð út til að­stoð­ar eft­ir að mað­ur hras­að­i við Heng­i­foss.