Eins og fjallað hefur verið um á vef Fréttablaðsins fyrr í dag er búið að aflýsa flest öllum flugum til og frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Frá miðnætti hafa tvær vélar farið á loft frá Keflavík, annars vegar flug Wizz Air til Varsjá klukkan 03:34 í nótt og hins vegar flug Play til Parísar 06:25 í morgun.

Óhætt er að segja að margir ferðamenn séu furðu lostnir á ástandinu á samskiptamiðlinum Twitter.

Einn aðili lýsir yfir óánægju með skort á upplýsingum frá Icelandair og segir að þessi frestun sé að kosta hann þúsundi dollara.

Annar einstaklingur lýsir yfir vonbrigðum að kærasti sinn komist ekki heim um jólin vegna veðursins en nokkrir virðast ekki vita hvert næsta skref sé þar sem það sé ekki starfsfólk til staðar og að þau virðist vera föst.