Mik­il aukn­ing hef­ur orð­ið á er­lendr­i kort­a­velt­u hér­lend­is síð­an í mars í takt við fjölg­un ferð­a­mann­a. Vís­bend­ing­ar eru um að ferð­a­menn eyði nú meir­i fé er þeir dvelj­a á Ís­land­i en var áður en COVID-19 far­ald­ur­inn skall á. Er­lend kort­a­velt­a er nú um 30 prós­ent af því sem hún var á sama tíma árið 2019 en kom­u­far­þeg­ar eru að­eins um níu prós­ent af þeim fjöld­a sem sótt­i Ís­land heim á sama tíma árið 2019.

Kom­u­flug­um til Kefl­a­vík­ur hef­ur fjölg­að mik­ið það sem af er mán­uð­i og flug­fé­lög­um sem hing­að fljúg­a einn­ig fjölg­að. Flug­um mill­i Band­a­ríkj­ann­a og Ís­lands hef­ur auk­ist og er flog­ið hing­að dag­leg­a frá nokkr­um á­fang­a­stöð­um vest­an­hafs.

Út­lit er fyr­ir að nýt­ing hót­el­a verð­i þre­falt meir­i út árið en á sama tíma í fyrr­a. Út­lit er fyr­ir um 30 prós­ent nýt­ing­u frá og með maí en í fyrr­a var hún tæp tíu prós­ent á sama tím­a­bil­i, mið­að við stöð­u bók­an­a.

Velt­­an nálg­­ast hrað­­ar fyrr­­i hæð­­ir en fjöld­­i ferð­­a­m­ann­­a sem gef­­ur til kynn­­a að neysl­­a hvers ferð­­a­­manns sé meir­­i nú en árið 2019 að því er seg­­ir í frétt á vef Stjórn­­ar­r­áðs­­ins. Ekki ligg­­ur fyr­­ir hvort á­­stæð­­an sé að ferð­­a­­menn dvelj­­a nú leng­­ur á land­­in­­u eða hvort það sé breytt sam­­setn­­ing þeirr­­a. Í síð­­ust­­u viku voru Band­­a­­ríkj­­a­­menn 35 prós­­ent kom­­u­f­ar­þ­eg­­a en voru 23 prós­­ent árið 2019.

Band­­a­r­ísk­­ir ferð­­a­­menn eyða að jafn­­að­­i hærr­­i upp­­hæð­­um hér á land­­i en aðr­­ir, dvelj­­a leng­­ur og kaup­­a meir­­i af­­þrey­­ing­­u.Árið 2019 varð­­i ferð­­a­m­að­­ur frá Band­­a­­ríkj­­un­­um að með­­al­t­al­­i 225 þús­­und krón­­um á með­­an dvöl­­in stóð yfir og að­­eins ferð­­a­­menn frá Sviss eydd­­u meir­­a fé hér á því ári. Bret­­ar voru í fjórð­­a sæti yfir þá ferð­­a­­menn sem eydd­­u mest­­u og verð­­i hlut­­deild ferð­­a­m­ann­­a frá Band­­a­­ríkj­­un­­um og Bret­l­and­­i hærr­­i í ár en á und­­an­­förn­­um árum má telj­­ast lík­­legt að með­­al­­eyðsl­­a hvers ferð­­a­­manns verð­­i meir­­i en í fyrr­­i ár.