Nokk­uð ó­venj­u­leg sjón blast­i við Her­mann­i Helgusyni, leiðsögumann og ljósmyndara, er hann var stadd­ur við gos­stöðv­arn­ar í Geld­ing­a­döl­um um klukk­an hálf tvö í nótt. Þar sá hann ferð­a­mann stand­a á hraun­in­u á með­an kona sem var honum samferða hans tók af hon­um mynd­ir. Líkt og sjá má í með­fylgj­and­i mynd­skeið­i sem Her­mann birt­i á Insta­gram-síðu sinn­i var sjóð­and­i heitt hraun við fæt­ur manns­ins og ljóst er að illa hefð­i get­að far­ið.

Her­mann seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið að ferð­a­menn­irn­ir hafi að öll­um lík­ind­um ver­ið sviss­nesk­ir en mað­ur­inn hafi slopp­ið ósl­as­að­ur frá þess­u upp­á­tæk­i eft­ir því sem hann best veit.