Ferða­maður á Jökuls­ár­lóni kom sér í sjálf­heldu á dögunum þegar hann virti við­vörunar­skilti að vettugi og óð út á ísinn. Fífla­gangurinn fór þó ekki betur en svo að manninn rak stöðugt lengra út á lónið og neyddist til þess að synda til baka.

Breski miðillinn Daily Mail birtir mynd­skeið af at­hæfinu í dag, sem er um fimm mínútna langt, en þar má sjá hvernig ferða­maðurinn fleygir hverri spjörinni á fætur annarri til sam­ferða­manna sinna áður en hann dembir sér út í lónið.

Jökuls­ár­lón er vin­sæll á­fanga­staður en þar eru að finna skilti þar sem fólki er bannað að ganga út á ísinn, enda getur það verið stór­hættu­legt. Þetta er þó langt frá því að vera í fyrsta sinn sem ferða­maður stefnir sér í hættu því nokkrum sinnum á ári eru lög­regla og björgunar­sveitir kölluð út vegna fólks sem hefur farið út á ísinn.

Mynd­skeiðið má sjá hér fyrir neðan.