Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm dagana á svæðinu A Mariña. Gripið er til þessara aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en smitum hefur farið fjölgandi þar síðustu daga.

Um 70.000 manns búa á í héraðinu. Skynews greinir frá.

Þá tók útgöngubann aftur gildi í hluta Katalóníu í gær af sömu ástæðu.

Aðeins tveir dagar dagar eru liðnir síðan Spánverjar opnuðu landamæri sín að nýju.

Takmarkanir sem hafa nú verið settar á fela meðal annars í sér að aðeins tíu manns mega koman saman og skylda er að ganga með grímur utandyra.

Aðeins þau sem þurfa að ferðast til og frá vinnu mega yfirgefa eða koma til A Mariña frá miðnætti í kvöld og fram á föstudag. Engar ferðatakmarkanir verða innan svæðisins.

258 virk smit eru nú í Galísíu, þar af 117 í og við Lugo-héraði þar sem A Mariña er staðsett. Heilbrigðisyfirvöld á Spáni telja að smitin megi rekja til veitingastaða og kráa. Verður þeim nú aðeins leyft að taka við helmingi þeirra gesta sem þeir hafa almennt leyfi til að taka á móti.

Spánn hefur lent einna verst í kórónuveirufaraldrinum en 28.385 einstaklingar hafa látið lífið og fleiri en 250 þúsund smitast.