Borgarstjóri Amsterdam, Femke Halsema, hefur lagt fram þá tillögu að í framtíðinni verði kannabiskaffihús borgarinnar aðeins opin fyrir íbúa Amsterdam.

Alls eru 166 slík kaffihús í Amsterdam en markmið tillögunnar er að ferðaþjónustan í borginni verði viðráðanlegri auk þess að gera yfirvöldum kleyft að hafa betri yfirsýn á kaupum kaffihúsanna á hinni forboðnu vöru. Öll kaffihús Amsterdamborgar eru lokuð um þessar mundir á meðan kórónaveirufaraldurinn gengur yfir.

Tillaga Halsema verður rædd á borgarstjórnarfundi síðar í mánuðinum en ef hún verður samþykkt gæti svo farið að kannabiskaffihúsin opni ekki aftur fyrir erlenda ferðamenn