Innlent

Sparaði sér fimm þúsund í gistingu: „Hann sefur enn úti í tjaldi“

Þrír Ísraelsmenn heimsóttu Ólafsvík í gærkvöldi. Tveir þeirra keyptu gistingu en sá þriðji ákvað að sofa úti.

Maðurinn sefur enn í tjaldinu, þegar þetta er skrifað. Rut Einarsdóttir

Það er mikill snjór hérna og helvítis harðindi,“ segir Sigurjón Hilmarsson, gistihúsaeigandi í Ólafssvík. Í gær komu til hans þrír ungir Ísraelsmenn, sem eru á ferðalagi. Tveir þeirra keyptu gistingu en sá þriðji sagðist ætla að sofa í bílnum - litlum bílaleigubíl.

Þegar Sigurjón mætti til vinnu í morgun sá hann að sá sem ætlaði að gista í bílnum hafði tjaldað við hlið bílsins.

Sigurjón brá á það ráð að bjóða manninum inn í morgunmat en hann afþakkaði það. „Hann sefur enn úti í tjaldi,“ segir hann við Fréttablaðið. Eins og sjá má hefur fennt yfir tjaldið að hluta. Nóttin hefur sennilega verið með kaldara móti. Í nótt var tveggja til þriggja gráðu frost og norðanátt á norðanverðu Snæfellsnesi.

Við Hafið Guesthouse er við aðalgötuna í Ólafsvík; Ólafsbraut. Umferð er því allnokkur um götuna en bensínstöð og söluskáli er í næsta húsi. Sigurjón ber að snjóruðningstæki hafi verið á ferli í morgun og næðið því lítið. „Ég man ekki eftir því að það hafi áður verið tjaldað hérna,“ segir hann aðspurður.

Sigurjón er nokkuð undrandi á þessu öllu saman. „Það er hægt að fá svefnpokapláss hjá mér fyrir fimm þúsund kall,“ segir hann. 

Hér er myndin sem Sigurjón tók þegar hann mætti í morgun. Sigurjón Hilmarsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Innlent

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Auglýsing

Nýjast

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Akur­eyri heim­skauta­mið­stöðin á Ís­landi

Auglýsing