Innlent

Ferðamaður í ölæði braust inn á skemmtistað

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í morgunsárið. Ölvaður ferðamaður braust inn á skemmtistað og gisti fangageymslur, þá var tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga.

Lögreglu var tilkynnt um tvo skuggalega menn í nótt Fréttablaðið/Eyþór

Laust fyrir klukkan sex í morgun braust ölvaður ferðamaður inn á skemmtistað eftir lokun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu taldi maðurinn sig hafa skilið eftir muni á skemmtistaðnum. Gisti hann fangageymslur lögreglu og fékk tækifæri til þess að greiða tjónið þegar ölvíma rann af honum í dag. 

Snemma morguns var lögreglu tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga í leit að einhverju fémætu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fann mennina og handtók. Annar var með fíkniefni á sér, en var mönnunum sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem brutust inn í tölvuverslun í Austurbænum. Mennirnir voru handteknir, þá var annar þeirra með fíkniefni í sínum fórum. Var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá handtók lögregla nokkra ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Innlent

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Innlent

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Stúlkurnar þrjár fundnar

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Tyrkir hóta að afhjúpa allt um morðið

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Auglýsing