Innlent

Ferðamaður í ölæði braust inn á skemmtistað

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í morgunsárið. Ölvaður ferðamaður braust inn á skemmtistað og gisti fangageymslur, þá var tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga.

Lögreglu var tilkynnt um tvo skuggalega menn í nótt Fréttablaðið/Eyþór

Laust fyrir klukkan sex í morgun braust ölvaður ferðamaður inn á skemmtistað eftir lokun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu taldi maðurinn sig hafa skilið eftir muni á skemmtistaðnum. Gisti hann fangageymslur lögreglu og fékk tækifæri til þess að greiða tjónið þegar ölvíma rann af honum í dag. 

Snemma morguns var lögreglu tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga í leit að einhverju fémætu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fann mennina og handtók. Annar var með fíkniefni á sér, en var mönnunum sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem brutust inn í tölvuverslun í Austurbænum. Mennirnir voru handteknir, þá var annar þeirra með fíkniefni í sínum fórum. Var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá handtók lögregla nokkra ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

Auglýsing

Nýjast

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Rússland

Pútín vill lækka spennustigið

Kúba

Castro-öldin á Kúbu á enda

Sýrland

Fá ekki enn að rann­saka vett­vang í Douma

Auglýsing