Innlent

Ferðamaður í ölæði braust inn á skemmtistað

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í morgunsárið. Ölvaður ferðamaður braust inn á skemmtistað og gisti fangageymslur, þá var tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga.

Lögreglu var tilkynnt um tvo skuggalega menn í nótt Fréttablaðið/Eyþór

Laust fyrir klukkan sex í morgun braust ölvaður ferðamaður inn á skemmtistað eftir lokun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu taldi maðurinn sig hafa skilið eftir muni á skemmtistaðnum. Gisti hann fangageymslur lögreglu og fékk tækifæri til þess að greiða tjónið þegar ölvíma rann af honum í dag. 

Snemma morguns var lögreglu tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga í leit að einhverju fémætu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fann mennina og handtók. Annar var með fíkniefni á sér, en var mönnunum sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem brutust inn í tölvuverslun í Austurbænum. Mennirnir voru handteknir, þá var annar þeirra með fíkniefni í sínum fórum. Var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá handtók lögregla nokkra ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing