Innlent

Ferðamaður í ölæði braust inn á skemmtistað

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í morgunsárið. Ölvaður ferðamaður braust inn á skemmtistað og gisti fangageymslur, þá var tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga.

Lögreglu var tilkynnt um tvo skuggalega menn í nótt Fréttablaðið/Eyþór

Laust fyrir klukkan sex í morgun braust ölvaður ferðamaður inn á skemmtistað eftir lokun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu taldi maðurinn sig hafa skilið eftir muni á skemmtistaðnum. Gisti hann fangageymslur lögreglu og fékk tækifæri til þess að greiða tjónið þegar ölvíma rann af honum í dag. 

Snemma morguns var lögreglu tilkynnt um tvo skuggalega menn sem laumuðust um og kíktu á glugga í leit að einhverju fémætu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fann mennina og handtók. Annar var með fíkniefni á sér, en var mönnunum sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem brutust inn í tölvuverslun í Austurbænum. Mennirnir voru handteknir, þá var annar þeirra með fíkniefni í sínum fórum. Var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þá handtók lögregla nokkra ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Auglýsing