Leiðsögumaður myndaði ferðamann í sannkölluðum háskaleik við Jökulsárlón í dag. Maðurinn gekk, án alls öryggisbúnaður á háu handriði sem liggur á milli brúarstólpa.

Leiðsögumaðurinn og leikarinn Pétur Eggerz birti myndbandið af athæfinu í dag. „Ekki er öll vitleysan eins,“ skrifar hann við færsluna.

Eins og sjá má rennur beljandi jökulvatnið undir brúnni. 

„Þetta toppar flestan annan glæfraskap sem maður hefur séð,“ segir Pétur í samtali við Fréttablaðið.