Innlent

Kamar við Sól­farið: Mis­skilningur eða hrekkur

Enginn virðist vita hver hafi komið ferðakamri fyrir við Sólfarið við Sæbraut

Kamarinn er beint fyrir framan Sólfarið sem er mjög vinsælt meðal ferðamanna Mynd/Eyjólfur Guðmundsson

Íbúum í Skuggahverfi brá mörgum í morgun þegar þau litu út um gluggann í átt að sjónum og sáu að búið var að koma fyrir ferðakamri við listaverkið Sólfarið.

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti fyrst athygli á kamrinum í morgun á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði vin sinn hafa sent sér þessa mynd. Hann sagði myndina óneitanlega sýna sérstæða tilfinningu starfsmanna borgarinnar fyrir þessu einstæða listaverki og spurði hvort ekki væri ráð að færa kamarinn yfir götuna.

„Ég benti á þetta, vinur minn býr þarna í nágrenninu og við vorum að býsnast yfir þessu saman í morgun,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Fréttablaðið

„Þetta er mjög dularfullt mál. Það þurfa auðvitað að vera kamrar út um allt og er eflaust of lítið af þeim býst ég við, en þetta kom ekki alveg nógu vel út,“ segir Guðmundur Andri að lokum.

Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði var ferðakamarinn enn á sínum stað Fréttablaðið/Ernir

Misskilningur eða hrekkur?

Pawel Bartszek er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann svaraði færslu Guðmundar um hæl eftir að hún var birt en vissi þó ekki af hverju kamarinn væri þarna eða hver bæri ábyrgð á því að hann væri þar.

„Ég veit það ekki, ég er að ganga þarna við núna til að athuga aðstæður og get staðfest að hann er þarna enn,“ segir Pawel Bartszek í samtali við Fréttablaðið í dag.

Hann segir að hann hafi sent um leið og hann varð kamarsins var fyrirspurn á menningarsviðsstjóra Reykjavíkurborgar sem tjáði honum að kamarinn væri ekki á vegum borgarinnar og að hún vissi ekki meir að sinni.

„Þetta er einhvers staðar á skalanum misskilningur til hrekkur,“ segir Pawel sem sagði að hann vissi þó ekki meira um málið að svo stöddu. Hann taldi þó líklegt að starfsmenn borgarinnar væru á leið að fjarlægja kamarinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Innlent

Sakar „sið­fræðing vinstrimanna“ um tví­skinnung

Innlent

Réðst á dyra­vörð fyrir framan lög­reglu­menn

Auglýsing

Nýjast

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Viður­kenna Vestur-Jerúsalem sem höfuð­borg Ísrael

Far­þegi bundinn niður í vél á leið frá Detroit

„Gulu vestin“ mót­mæltu þvert á til­mæli stjórn­valda

Kanarí­fari teipaður niður og hent út í Portúgal

Auglýsing