Ragnar Þór Ingólfs­son, formaður VR, vill ekki bregðast við yfir­lýsingu Hall­dórs Benja­míns Þor­bergs­sonar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífsins (SA), og Davíðs Þor­láks­sonar, for­stöðu­manns sam­keppnis­hæfni­s­viðs SA, sem birt var í dag en segist vera að skoða málið með lögfræðingum sínum. Þar beina Halldór Benjamín og Davíð því „góð­fús­lega til Ragnars Þórs að hann dragi fyrr­nefndar full­yrðingar sínar til baka og biðji um leið alla hlutað­eig­andi af­sökunar á þeim“. Þá segja þeir að geri Ragnar það ekki muni þau sem hafa orðið fyrir „ó­rök­studdum dylgjum“ hans ó­hjá­kvæmi­lega í­huga réttar­stöðu sína.

Ragnar sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á fimmtu­daginn að­spurður að „margt benti til þess“ að Hall­dór Benja­mín og Davíð hefðu beitt líf­eyris­sjóðunum til að fjár­festa í fé­laginu Lindar­vatni ehf.. Líf­eyris­sjóðirnir komu að endur­fjár­mögnun Lindar­vatns árið 2016.

Hall­dór og Davíð bregðast við orðum Ragnars í löngu máli þar sem þeir benda meðal annars á að þeir hafi ekki verið komnir til starfa hjá SA þegar um­rædd endur­fjár­mögnun átti sér stað. Þeir störfuðu þá báðir hjá Icelandair group. „Það var því hvorki vilji, til­efni eða tæki­færi til að beita einn né neinn þrýstingi af okkar hálfu vegna fjár­mögnunar fram­kvæmdanna á Land­símareitnum. Öllum á­sökunum um slíkt er al­ger­lega hafnað,“ segir í til­kynningunni.

Halldór Benjamín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA.
Fréttablaðið/Eyþór

„Að öllu þessu sögðu viljum við nú góð­fús­lega beina því til Ragnars Þórs að hann dragi fyrr­nefndar full­yrðingar sínar til baka og biðji um leið alla hlutað­eig­andi af­sökunar á þeim ella er ó­hjá­kvæmi­legt að þau sem hafa orðið fyrir ó­rök­studdum dylgjum hans í­hugi réttar­stöðu sína,“ segir þá. „Það getur ein­fald­lega ekki annað verið að hann geri það því það er skýrt brot á lands­lögum að á­saka sak­laust fólk um svo al­var­lega hátt­semi sem hann hefur nú gert.“

Frétta­blaðið leitaðist eftir við­brögðum frá Ragnari vegna yfir­lýsingar Hall­dórs Benja­míns og Davíðs. Hann sagðist þá: „Lög­menn fé­lagsins og mínu per­sónu­legu lög­menn eru að fara yfir stöðuna.“

Að­spurður hvort hann ætli að verða við beiðni þeirra og draga um­mæli sín til baka segir Ragnar: „Ég get ekki tjáð mig um þessa frétt öðru­vísi en þannig að við lög­menn okkar erum að fara yfir stöðuna.“

Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppnis­hæfni­s­viðs SA.