Jeremy Cor­byn, for­maður Verka­manna­flokksins í Bret­landi, kallar eftir því að gengið verði til þing­kosninga, fari svo að Brexit-sam­komu­lag Theresu May for­sætis­ráð­herra verði fellt af þing­mönnum. 

Cor­byn segir ó­hjá­kvæmi­legt að sam­komu­lagið verði fellt en fjöldi þing­manna hefur lýst yfir and­stöðu við það. „Ef þú ert svona örugg með þennan samning, boðaðu til kosninga og leyfðu fólkinu að ráða,“ sagði Cor­byn. 

Hann fer þó ekki fram á að ráðist verði í aðra þjóðar­at­kvæða­greiðslu heldur að boðað verði til nýrra þing­kosninga. Það verði síðan í höndum nýs þings að höggva á Brexit-hnútinn. Við­búið er að Bretar yfir­gefi ESB 29. mars næst­komandi. Þá eru liðin tvö ár frá því breska ríkis­stjórnin virkjaði 50. grein Lissabon­sátt­málans um út­göngu úr sam­bandinu. 

Tíminn er því naumur og alls kostar ó­víst hvernig sam­bandi Breta og sam­bandsins verður háttað eftir það. Spurningin sem á flestum brennur er hvort samningur May og ESB nái í gegn í þinginu en það er talið afar ó­lík­legt. Verði hann felldur bendir fátt annað til en að Bretar fari út úr sam­bandinu án samnings. 

Þing­menn Í­halds­flokksins segja að Cor­byn og Verka­manna­flokkurinn hafi engin á­form um hvernig staðið verði betur að út­göngu Breta úr ESB og segja þá gera fátt annað en að „spila pólitíska ref­skák“.