Réttargæslumaður aðstandenda Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, fer fram á 66 milljónir í bætur frá hinum ákærðu Angjelin Sterkaj, Claudia Sofia Coelho Carvahlo, Murat Selivrada, og Shpetim Qerimi.

Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar flytja sækjendur og verjendur sitt lokamál fyrir dómi. Skýrslutökum af vitnum lauk í síðustu viku en í heildina gáfu fjörutíu vitni skýrslu fyrir dómi á fjórum dögum. Angjelin hefur játað á sig morðið en ber fyrir sig sjálfsvörn.

Kolbrún Benediktsdóttir flutti mál sitt í morgun og sagði að um hafi verið að ræða skipulagða aftöku. „Ákærðu stóðu öll fjögur saman við svipta Armando Beqirai lífi,“ sagði Kolbrún í morgun. Hún fer fram á 16 til 20 ára fangelsisdóm yfir Angjelin og ekki minna en fimm ára fangelsisdóm yfir Claudiu, Murat og Shpetim. Mögulegt er að þáttur meðákærðu í málinu falli þó undir hlutdeild frekar en samverknað sem hefur í för með sér lægri refsingu.

Armando var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Ekkja hans, Þóranna Helga Gunnarsdóttir, var með fyrstu á vettvang.
Fréttablaðið/Valli

„Ljóst að áhrif árásarinnar verði veruleg en hann var aðeins 16 mánaða þegar þessi ungi drengur var gerður föðurlaus.“

Réttargæslumaður fer fram á:

  • Fimm milljónir fyrir föður Armando
  • Fimm milljónir fyrir móður Armando

„Það er erfitt að sætta sig við þennan skyndilega og hörmulega missi sonar. Ljóst er að brot sem framið er með þessum hætti er til þess fallið að valda auknum miska og marka djúp spor í lífi kröfuhafa sem þau eiga eftir ólifað.“

  • Fimm milljónir fyrir son Armando ásamt sjö milljónum vegna missis á framfærslu

„Ljóst að áhrif árásarinnar verði veruleg en hann var aðeins 16 mánaða þegar þessi ungi drengur var gerður föðurlaus.“

  • Fimm milljónir fyrir nýfædda dóttur Armando ásamt tæplega átta milljónum vegna missis á framfærslu

„Hún var svipt grundvallaréttindum sínum að fá að kynnast og alast upp með föður sínum.“

  • Fimm milljónir fyrir Þórönnu, ekkju Armando, ásamt rúmlega 26 milljónum vegna missis á framfærslu

„Kröfuhafinn er svipt manni sínum, lífsförunaut og föður barna sinna. Þóranna stendur eftir þetta mál með tvö börn sem ætíð verða kennd við morðið á eiginmanni hennar ... Hún upplifði mikinn kvíða í kjölfar árásarinnar og var ein af þeim aðilum sem kom fyrst á vettvang brotsins.“