„Málið var bara að það kom ekkert nýtt tilboð,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Fréttablaðið. Sambandið ákvað í kjölfar fundar við Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun að slíta kjaraviðræðum. 

Sjá einnig: SGS slítur viðræðum við Samtök atvinnulífsins

Samningsnefnd Starfsgreinasambandsins ákvað á föstudag að ef ekki kæmi fram nýtt tilboð frá Samtökum atvinnulífsins á fundinum í dag, yrði viðræðunum slitið. „Nú er bara slit,“ segir Björn. 

Spurður hvað nú taki við segir Björn að aðgerðarhópur Starfsgreinasambandsins hittist í vikunni og fari yfir stöðuna. Samninganefnd samandsins hittist svo aftur á mánudag. 

Spurður hvort verkföll blasi við svarar Björn því til að slíkar aðgerðir krefjist tíma og undirbúnings. Verkföll verði því ekki á næstu dögum. „Það fer ekkert frá okkur að gera kjarasamning.“

Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins eru 19 talsins. 16 þeirra eru samferða í viðræðum um nýjan kjarasamning en VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness afturkölluðu í janúar samningsumboðið frá Starfsgreinasambandinu.