Frost er nú á öllu landinu, ef Vestmannaeyjar eru frátaldar. Á hálendinu er frostið víða meira en 10 gráður. Í dag verður fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt en stöku él fyrir norðaustan.

Í kvöld gengur hins vegar í suðaustan 8-15 metra á sekúndu sunnan- og vestanlands með snjókomu á köflum. Þannig gæti farið að snjóa á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur verið autt að undanförnu.

Á morgun hvessir. Búast má við 15 til 25 metrum á sekúndu, hvassast við fjöll suðvestantil. Þá fer líka að rigna á láglendi. Hiti verður yfir frostmarki á morgun.