Innlent

Fer að snjóa í kvöld sunnan- og vestanlands

Útlit er fyrir snjókomu á Suðvesturlandi í kvöld en á morgun hlýnar og hvessir. Þá fer sennilega að rigna.

Ekki er útlit fyrir að snjórinn staldri lengi við á höfuðborgarsvæðinu, að þessu sinni. Fréttablaðið/Anton

Frost er nú á öllu landinu, ef Vestmannaeyjar eru frátaldar. Á hálendinu er frostið víða meira en 10 gráður. Í dag verður fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt en stöku él fyrir norðaustan.

Í kvöld gengur hins vegar í suðaustan 8-15 metra á sekúndu sunnan- og vestanlands með snjókomu á köflum. Þannig gæti farið að snjóa á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur verið autt að undanförnu.

Á morgun hvessir. Búast má við 15 til 25 metrum á sekúndu, hvassast við fjöll suðvestantil. Þá fer líka að rigna á láglendi. Hiti verður yfir frostmarki á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

Kjaramál

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Innlent

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Auglýsing

Nýjast

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

​ Hrifsaði síma af vegfaranda á Laugavegi

Auglýsing