Íbúi á dvalar­heimili fyrir aldraða í Kali­forníu í Banda­ríkjunum lést og tveir aðrir í­búar voru fluttir mikið veikir á sjúkra­hús eftir að þeir drukku upp­þvotta­lög í staðinn fyrir appel­sínu­safa. Rann­sókn á málinu stendur yfir og hafa nokkrir starfs­menn verið sendir í leyfi.

Í frétt CNN kemur fram að at­vikið hafi átt sér stað í Atria Park í San Mateo. Konan sem lést, Ger­tru­de Eliza­beth Muri­son Maxwell, var 93 ára og var ófær um að drekka án að­stoðar.

For­svars­menn Atria hafa sent að­stand­endum inni­legar sam­úðar­kveðjur og hafa heitið því að vera lög­reglu innan handar við rann­sókn málsins. Lög­regla skoðar hvernig það kom til að upp­þvotta­lögurinn komst ofan í glösin.

Dvalar­heimilið er í eigu Altria Seni­or Living sem rekur rúm­lega tvö hundruð sams­konar heimili í Banda­ríkjunum.