Undir­búnings­nefnd kjör­bréfa fékk í gær­kvöldi af­hent gögn lög­reglunnar á Vestur­landi sem varða endur­talningu at­kvæða í Norð­vestur­kjör­dæmi. Birgir Ár­manns­son, for­maður nefndarinnar, segir í sam­tali við RÚV í dag að hann vonist til þess að gögnin muni varpa betra ljósi á málið. Fyrst var greint frá á vef RÚV.

Greint var frá því fyrr í vikunni að lög­reglan hefði lokið rann­sókn sinni vegna málsins á þriðju­dag og að málið hefði í kjöl­farið verið sent til með­ferðar hjá á­kæru­sviði em­bættisins en rann­sókn lög­reglu má rekja til kæru fyrr­verandi þing­manns Mið­flokksins, Karls Gauta Hjalta­sonar. Hann datt út af þingi við endur­talningu at­kvæðanna.

Birgir segir í sam­tali við RÚV að um sé að ræða tals­vert magn af gögnum og að nefndin, sem telji níu þing­menn, muni fara yfir þau um helgina og funda svo á mánu­dag.