Bandaríkin

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

​Christ­in­e Blas­ey Ford, kon­an sem seg­ir Brett Kav­an­augh hafa reynt að nauðg­a sér þeg­ar hún var ung, hef­ur orð­ið fyr­ir líf­láts­hót­un­um og á­reit­i eft­ir að hún steig fram.

Brett Kavanaugh. Fréttablaðið/AFP

Christ­in­e Blas­ey Ford, kon­an sem seg­ir Brett Kav­an­augh hafa reynt að nauðg­a sér þeg­ar hún var ung, hef­ur orð­ið fyr­ir líf­láts­hót­un­um og á­reit­i eft­ir að hún steig fram. BBC grein­ir frá.

Kav­an­augh var í sum­ar út­nefnd­ur til em­bætt­is dóm­ar­a við Hæst­a­rétt Band­a­ríkj­ann­a. Út­nefn­ing hans er nú til með­ferð­ar hjá öld­ung­a­deild þings­ins en hann hef­ur und­an­far­ið svar­að spurn­ing­um þing­mann­a um hin ýmsu á­lit­a­mál. 

Ford sak­ar Kav­an­augh um að hafa und­ir á­hrif­um á­feng­is reynt að nauðga sér árið 1982 þeg­ar þau voru ung og bjugg­u í Was­hingt­on D.C. Þannig hafi hann reynt að rífa af henni fötin, haldið henni nauð­ugr­i og sett hönd sína fyr­ir munn henn­ar þeg­ar hún reynd­i að hrópa á hjálp. Kav­an­augh hef­ur hafn­að á­sök­un­un­um. 

Lisa Banks, lög­mað­ur Ford, seg­ir að hún muni ekki koma framm­i fyr­ir öld­ung­a­deild þings­ins í ljós­i á­sak­an­ann­a. Það sé eink­um vegn­a þess að hún og fjölskylda hennar hafi fengið hótanir. Fátt ann­að hafi kom­ist að síð­ust­u daga en Banks seg­ir Ford og fjöl­skyld­u hafa þurft að yf­ir­gef­a heim­il­i sitt. 

Þá hafi ó­prúttn­ir að­il­ar brot­ist inn á tölv­u­póst­hólf henn­ar og búið til gerv­i­að­gang í henn­ar nafn­i á sam­fé­lags­miðl­um á net­in­u. Ein­hverj­ir þing­mann­a öld­ung­a­deild­ar hafa far­ið fram á rann­sókn al­rík­is­lög­regl­unn­ar á á­sök­un­un­um á hend­ur Kav­an­augh.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Krísufundir vegna Kavanaughs

Erlent

Sakar dómara­efni Trumps um kyn­ferðis­of­beldi

Bandaríkin

Trump til­nefnir Kavan­augh sem dómara

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing