Fimmtán ára drengur sem ráfaði inn í flutningagám á bryggjunni í Chittagong, næst stærstu borg Bangladess, fannst á lífi sex dögum síðar í Malasíu.
Í umfjöllun India Times kemur fram að pilturinn hafi verið í feluleik þegar hann fór inn í gáminn og sofnaði.
Drengurinn, Fahim að nafni, fannst í gámnum þann 17. janúar og lék í fyrstu grunur á að hann væri fórnarlamb mansals.
Malasíski fjölmiðilinn Bernama hefur eftir Datuk Seri Saifuddin Ismail, innanríkisráðherra Malasíu, að Fahim hafi verið einn í gámnum og ekkert bendi til þess að um tilraun til mansals hafi verið að ræða.
Flest bendi til þess að drengurinn hafi einfaldlega hafa sofnað í gámnum áður en honum var lokað og fluttur úr landi þann 11. janúar.
Í umfjöllun India Times kemur fram að drengurinn megi teljast heppinn að vera á lífi enda var hann án matar og drykkjar í allan þennan tíma. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús og er hann sagður vera á batavegi. Verður hann fluttur aftur heim til Chittagong þegar hann hefur heilsu til.