Felli­bylurinn Henrí mun skella á austur­strönd Banda­ríkjanna í nótt sam­kvæmt nýjustu spám. Hann mun fyrst herja á Long Is­land í New York og svo suður­hluta New Eng­land, sam­kvæmt BBC.

Henrí var nýverið skilgreindur sem felli­bylur en hann var áður skil­greindur sem hita­beltis­stormur.

Neyðar­á­standi hefur verið lýst yfir í New York ríki. Talið er að vindur gæti náð allt að 33 metrum á sekúndu á­samt fimm­tán senti­metra úr­koma. Felli­byljir eru sjald­gæfir á þessum hluta Austur­strandarinnar en sá síðasti reið yfir árið 1991.

Par nýtur sín við ströndina í New York ríki í dag en búist er við að fellibylurinn lendi þar í nótt.
Ljósmynd/AFP

Búast við rafsmagnsleysi í Massachusetts

„Við verðum að taka þessum felli­byl mjög al­var­­lega. Jafn­vel þótt hann kom­ist ekki til lands á styrk­­leika felli­byls get­ur hita­belt­is­­storm­ur og storm­byl­ur valdið veru­­legu tjóni,“ sagði Deanne Criswell, hjá FEMA í sam­tali við CNN í dag en BBC greinir frá.

„Við eigum eftir að lenda í raf­magns­leysi og við eigum eftir að sjá tré rifna upp með rótum,“ bætti hún.

Ljósmynd úr gervihnetti sem sýnir fellibylinn Grace (t.v.) og fellibylinn Henrí (t.h.) en sá síðarnefndi var hitabeltisstormur þegar myndin var tekinn.
Ljósmynd/AFP

Yfir 36 milljón manns búa á hættu­svæðinu en síðast þegar felli­bylur skall á svona norðar­lega á Austur­ströndinni fyrir þrjátíu árum létust 17 manns.

Al­mennings­garðar og strendur hafa verið lokaðar til mánu­dags í Massachusetts.

Á­ætlað er að um 300.000 heimili verði raf­magns­laus á svæðinu og hefur ríkis­stjóri Massachusetts, Charli­e Baker, biðlað til allra íbúa um að undir­búa sig vel fyrir næstu dag

Íbúar á Austurströndinni eru beðnir um að undirbúa sig vel fyrir næstu daga.
Ljósmynd/AFP