Innlent

Felldu 29 kindur á lausa­göngu í Loð­mundar­firði

Stór hluti fjárins var orðinn horaður enda lítil beit á staðnum. Kindurnar höfðu gengið um án eftirlits og fóðrunar í nokkurn tíma.

Lítil beit var á staðnum og flestar kindur því orðnar horaðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Eyþór

Tuttugu og níu kindur voru felldar í Loðmundarfirði um helgina en þær höfðu verið á lausagöngu, án eftirlits og fóðrunar. 

Ástand fjárins var breytilegt. Flest var horað enda lítil beit á staðnum. Samkvæmt frétt Matvælastofnunar voru margar kindurnar styggar og margreyfaðar sem gefur til kynna að þær hafi gengið lausar um einhvern tíma. Sumar ærnar voru lembdar.

Margsinnis haft afskipti af búinu

Átján af þeim 29 kindum sem fundust voru frá einum bæ, ein frá öðrum bæ og 10 voru ómerktar.

Segir í fréttinni að Matvælastofnun hafi margsinnis haft afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. Settar kröfur hafi ekki verið virtar að fullu og hafi fé frá bænum áður fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi

Umráðamanni dýranna hafi verið veittur frestur til 1. febrúar síðastliðinn til að endurheimta fé sitt úr firðinum, en það gerði hann einungis að hluta til.

Ekki hægt að útiloka fleira lausafé í firðinum

Rætt var um ástandið á fundi Matvælastofnunar og sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs í byrjun mánaðar þar sem aðgerðir voru skipulagðar.

Fimm manna hópur fór í Loðmundarfjörð laugardaginn 10. mars. Var hann skipaður dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar og fjórum aðstoðarmönnum. Skyggni var gott en þó er ekki hægt að útiloka að fleira fé leynist í firðinum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Einn vann 27 milljónir

Innlent

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Innlent

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Auglýsing

Nýjast

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Yfir­völd tryggja rekstur Lýð­há­skólans á Flat­eyri

Auglýsing