Mótmælendur í Winnipeg fella styttur af Bretadrottningunum Viktoríu og Elísabetu á þjóðhátíðardegi Kananda. Mótmælin voru haldin eftir uppgötvun þriggja fjöldagrafa fyrir utan heimavistarskóla frumbyggja barna. Þetta kemur fram í frétt hjá The Guardian.
Leifar rúmlega þúsund manns, aðallega barna, hafa fundist í ómerktum gröfum við heimavistarskóla það sem af er ári. Mótmælendur voru með skilti sem á stóð: „Við vorum einu sinni börn. Skilið þeim heim.“
Demonstrators toppled statues of Queen Victoria and Queen Elizabeth in Winnipeg this afternoon during rallies honouring the children discovered in unmarked graves on the sites of former residential schools over the past month. pic.twitter.com/Zx0aqPGcOW
— APTN News (@APTNNews) July 2, 2021
Stytturnar af Viktoríu og Elísabetu Bretadrottningar eru taldar vera táknmyndir um nýlendusögu Kanada en í það minnsta 150 þúsund börn voru tekin frá fjölskyldum sínum og sett í heimavistarskólana þar sem reynt var að aðlaga þau Kanadísku samfélagi með valdi.
Mótmælendur skildu einnig mark sitt eftir á tíu kirkjum í Calgary með rauðum og appelsínum handaförum utan á veggjum. Það sama var gert við stytturnar tvær.