Mót­mælendur í Winni­peg fella styttur af Breta­drottningunum Viktoríu og Elísa­betu á þjóð­há­tíðar­degi Kananda. Mót­mælin voru haldin eftir upp­götvun þriggja fjölda­grafa fyrir utan heima­vistar­skóla frum­byggja barna. Þetta kemur fram í frétt hjá The Guar­dian.

Leifar rúm­lega þúsund manns, aðal­lega barna, hafa fundist í ó­merktum gröfum við heima­vistar­skóla það sem af er ári. Mót­mælendur voru með skilti sem á stóð: „Við vorum einu sinni börn. Skilið þeim heim.“

Stytturnar af Viktoríu og Elísa­betu Breta­drottningar eru taldar vera tákn­myndir um ný­lendu­sögu Kanada en í það minnsta 150 þúsund börn voru tekin frá fjöl­skyldum sínum og sett í heima­vistar­skólana þar sem reynt var að að­laga þau Kanadísku sam­fé­lagi með valdi.

Mót­mælendur skildu einnig mark sitt eftir á tíu kirkjum í Cal­gary með rauðum og appel­sínum hand­aförum utan á veggjum. Það sama var gert við stytturnar tvær.