Lög­regl­u í Hafn­ar­firð­i barst til­kynn­ing klukk­an 11:21 í morg­un um um­ferð­ar­ó­happ þar sem far­þeg­i á vesp­u hafð­i fall­ið í jörð­in­a en hann var ekki með hjálm. Sjúkr­a­bíll kom á stað­inn og sjúkr­a­flutn­ing­a­menn skoð­uð­u far­þeg­ann en ekki var tal­in á­stæð­a til að flytj­a hann á bráð­a­mót­tök­u.

Þett­a kem­ur fram í dag­bók lög­regl­u.

Um klukk­an hálf tvö var til­kynnt um lík­ams­á­rás í mið­bæn­um og var einn hand­tek­inn grun­að­ur um á­rás­in­a. Hann var vist­að­ur í fang­a­klef­a vegn­a rann­sókn­ar­hags­mun­a og mun dvelj­a þar uns „vím­an er runn­in af hon­um“ líkt og það er orð­að í dag­bók­inn­i. Sá sem fyr­ir á­rás­inn­i varð er ekki mik­ið slas­að­ur og þurft­i ekki að leit­a á bráð­a­mót­tök­u.

Þrjár til­kynn­ing­ar um þjófn­að í mið­bæn­um bár­ust lög­regl­u eft­ir há­deg­ið og í einu til­fell­a tókst lög­regl­u að hafa hend­ur í hári hins grun­að­a.