Hluti fé­lags­manna Ferða­fé­lags Ís­lands vill nýjan aðal­fund og nýja stjórn. Aron Reynis­son, með­limur fé­lagsins, stofnaði undir­skriftalista fyrr í vikunni og segir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi hann gert í ljósi af­sagnar formanns fé­lagsins og við­brögðum stjórnar við henni.

„Í ljósi af­sagnar formanns fé­lagsins og við­brögðum stjórnar við af­sögninni finnst mér á­stæða til þess að stjórn boði til aukaaðal­fundar,“ segir hann á Face­book og að svo að það verði boðað til fundar þurfi 100 fé­lags­menn að krefjast þess.

Alls eru um 11 þúsund manns í fé­laginu sam­kvæmt nú­verandi for­manni en Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í vikunni að um 60 hefðu sagt sig úr fé­laginu eftir af­sögn fyrr­verandi formanns, Önnu Dóru Sæþórs­dóttur.

Vantar enn 29 undirskriftir

Við undir­skriftalistann, sem er á netinu, er nú 71 búnir að skrifa undir. Það vantar því enn 29 undir­skriftir svo að hægt sé að skila listanum inn.

Anna Dóra sagði sig frá em­bætti formanns í vikunni og sagði á­stæðu þess vera mál sem hafi komið upp innan fé­lagsins um kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­ferðis­legt of­beldi og ein­elti sem hafi ekki verið með­höndlað í sam­ræmi við verk­lags­reglur. Nú­verandi stjórn hefur al­farið hafnað þessu og sagt að öll mál hafi verið leidd til lykta í sam­ræmi við þær.

Ein­hverjir þeirra fé­lags­manna sem hafa skrifað undir listann hafa skilið eftir at­huga­semdir til að skýra undir­skriftina. Þar má meðal annars sjá að ó­á­nægja er með það að stjórn fé­lagsins hafi sett öll vanda­mál fé­lagsins á eina „erfiða konu“ og það dregið í efa að sama hefði verið gert ef að um karl­mann hefði verið að ræða.

Undir­skriftalistann er hægt að nálgast hér.