Félagsmenn í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins felldu kjarasamning við ríkið sem undirritaður var 21. október síðastliðinn. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna kjarasamningsins.

Fimm aðildarfélög BHM undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið þann 22. október og var í kjölfarið efnt til atkvæðagreiðslu um samninginn meðal félagsmanna.

Samningar hafa verið lausir í rúmlega sjö mánuði, eða frá 1. apríl.

Af þeim 474 sem greiddu atkvæði voru 181 sem greiddu með samningnum, eða 38,61 prósent. Meirihluti greiddi gegn samningnum og voru það 274 atkævði eða 57,81 prósent. Sautján skiluðu auðu.

Þá er ljóst að viðræður við ríkið þurfi að hefjast að nýju og mun félagið leggja áherslu að það verði sem fyrst.