Í fram­halds­skólum taka á morgun gildi breytingar líkt og á öðrum skóla­stigum. Þá verður tveggja metra reglan að eins metra reglu og fjölda­tak­mörk fyrir nem­endur verða 150.

„Við í SÍF við fögnum þessum til­slökunum og ég held að þetta sé mikil­vægur þáttur í and­legri líðan nem­enda, og þá sér­stak­lega ný­nema, að þau fái að um­gangast aðra nem­endur. Fram­halds­skóli getur einn og sér verið mikið fé­lags­legt sjokk. Þetta er þróunar­tími í fé­lags­lífi fólks og per­sónu­legum lífs­skoðunum og allur pakkinn,“ segir Júlíus Viggó Ólafs­son, for­seti Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skólanema, í sam­tali við Frétta­blaðið um til­slakanir í fram­halds­skólum sem voru kynntar í dag.

Við fögnum þessum til­slökunum en í­trekum mikil­vægi þess að haldið sé í sveigjan­leika

Mikilvægt að muna að ekki allir geta mætt

Júlíus segir að þau hafi fundað með mennta­mála­ráð­herra oft frá því í haust og fagni þeirri línu sem hún hefur tekið í málinu en í­trekar þó mikil­vægi þess að tekið sé til­lit til nem­enda sem geta ekki mætt í skólann vegna þess að þau eru í á­hættu­hópi eða búa með ein­hverjum sem er í á­hættu­hópi.

„Þetta er al­vöru hópur sem þarf að taka mark á og við brýnum mikil­vægi þess að það sé hlustað á hann,“ segir Júlíus Viggó.

Hann segir að þau þurfi sveigjan­leika ef þau treysta sér ekki til að mæta og eins að nem­endur sem finni fyrir ein­kennum viti að þau geti verið heima og sinnt skólanum þar á meðan þau bíði eftir niður­stöðum skimunar.

„Við fögnum þessum til­slökunum en í­trekum mikil­vægi þess að haldið sé í sveigjan­leika fyrir þessa hópa,“ segir Júlíus Viggó.

Mikill munur á einum og tveimur metrum

Ráð­herra kynnti í dag að sam­kvæmt nýjum reglum verða við­burðir innan skólanna heimilaðir. Við­burðirnir eiga að vera sitjandi og í sam­ræmi við aðrar reglur um sam­komu­tak­markanir.

Spurður um mikil­vægi þess segir Júlíus Viggó að það skapist alls kyns mögu­leikar með þessu.

„Það virkar kannski oft ekki mikið en munurinn á einum eða tveim metrum er rosa­lega mikill þegar þú ert að tala um þrí­víð rými. Þetta eykur mögu­leikann á því að nem­enda­fé­lögin geti haldið ein­hvers konar við­burði á sal sem gæti nálgast því að vera árs­há­tíð eða gala þótt það verði auð­vitað aldrei neitt í líkingu við það sem venju­lega hefur verið. Ég held að þetta sé heil­brigt fyrir fé­lags­lífið og þá sér­stak­lega ný­nemana sem hafa ekki fengið að tengjast sam­nem­endum sínum eins og aðrir fram­halds­skóla­nemar. Þau fá vonandi tæki­færi núna til að taka að­eins meiri þátt og kynnast meira fólki,“ segir Júlíus Viggó.

Hann segir að í stjórn SÍF séu allir sam­mála um mikil­vægi fé­lags­lífsins fyrir and­legt heil­brigði nem­enda og að rann­sóknir sem hafi komið út um líðan nem­enda í og eftir CO­VID-19 fjalli um það líka.

„Fé­lags­lega ein­angrunin hefur haft mjög mikil á­hrif á nem­endur,“ segir Júlíus Viggó.

Hann segir að auð­velt sé að hugsa um það sem „ein­hvers konar væl“ að þau fái ekki að halda böll í fram­halds­skólunum en að það megi ekki gleyma því að þetta sé stór hluti af því að vera í fram­halds­skóla. Þau skilji vel og viti að við­burðirnir séu aldrei að fara að vera í líkingu við það sem áður var en að það sé mjög mikil­vægt að eitt­hvað sé gert fyrir fé­lags­lífið.

„Þetta er gríðar­lega mikil­vægt þáttur í vexti fólks sem ein­staklingar,“ segir hann að lokum.