Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hvetur fólk til þess að vera á varð­bergi fyrir heimilis­of­beldi á meðan CO­VID-far­aldurinn gengur yfir. Vegna CO­VID-19 er ein­angrun ein­stak­linga meiri nú en vana­lega. Þessi staða eykur þá hættu sem brota­þolar heimilis­of­beldis standa frammi fyrir, segir í til­kynningu á Facebook síðu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Lög­reglan birti mynd­band á samfélagsmiðlum sínum í kvöld þar sem allir þeir sem hafa grun um eða vita um heimilisofbeldi eru hvattir til að tilkynna það til lögreglunnar.

„Fé­lags­leg ein­angrun vegna CO­VID-19 eykur hættuna hjá þol­endum heimilis­of­beldis þar á meðal þunguðum ein­stak­lingum. Ef þú veist af eða hefur grun um heimilis­of­beldi, haltu þá góðu sam­bandi við brota­þola, láttu lög­regluna vita og leitaðu að­stoðar fag­aðila,“ segir í mynd­bandi Facebook ­síðu lög­reglunnar.

Þeir sem hafa grun eða vita um heimilis­of­beldi er jafn­framt bent á að fara á heima­síðu lög­reglunnar til þess að komast í samband við viðeigandi aðila.