Félagsmenn Eflingar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í hádeginu í dag þar sem tekið verður fyrir ríkissáttasemjara gegn Eflingu verður tekið fyrir í dag.
Málið varðar kjörskrá félagsins en félagið hefur neitað að afhenda ríkissáttasemjara kjörskránna svo hann geti framkvæmt atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína í máli félagsins og Samtaka atvinnulífsins.
Atkvæðagreiðslan átti að hefjast um helgina og ljúka í vikunni en ríkissáttasemjari hefur ekki fengið gögnin. Í dag lýkur svo atkvæðagreiðslu meðal starfsfólks Íslandshótela um verkfall en það hefur verið boðað í febrúar. Verði það samþykkt hefst það 7. febrúar á sjö hótelum Íslandshótela.
Hér að neðan eru fleiri myndir frá héraðsdómi í hádeginu í dag.

