Fé­lags­menn Eflingar fjöl­menntu í Héraðs­dóm Reykja­víkur í há­deginu í dag þar sem tekið verður fyrir ríkis­sátta­semjara gegn Eflingu verður tekið fyrir í dag.

Málið varðar kjör­skrá fé­lagsins en fé­lagið hefur neitað að af­henda ríkis­sátta­semjara kjör­skránna svo hann geti fram­kvæmt at­kvæða­greiðslu um miðlunar­til­lögu sína í máli fé­lagsins og Sam­taka at­vinnu­lífsins.

At­kvæða­greiðslan átti að hefjast um helgina og ljúka í vikunni en ríkis­sátta­semjari hefur ekki fengið gögnin. Í dag lýkur svo at­kvæða­greiðslu meðal starfs­fólks Ís­lands­hótela um verk­fall en það hefur verið boðað í febrúar. Verði það sam­þykkt hefst það 7. febrúar á sjö hótelum Ís­lands­hótela.

Hér að neðan eru fleiri myndir frá héraðs­dómi í há­deginu í dag.

Daníel Isebarn lögmaður Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Málið er tekið fyrir í dag.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari