Fé­lags­dómur hefur fellt dóm í máli Blaða­manna­fé­lagsins gegn Sam­tökum at­vinnu­lífsins fyrir hönd RÚV, þar sem BÍ krafðist þess að um kjör tveggja dag­skrár­gerðar­manna á RÚV, sem eru fé­lagar í BÍ, væri farið eftir kjara­samningi BÍ við Sam­tök at­vinnu­lífsins.

Málið má rekja aftur til ársins 2019 en leituðu dag­skrár­gerðar­mennirnir sem í hlut eiga lið­sinnis BÍ vegna þess að vinnu­veitandi þeirra stóð fast á að samningur RÚV við Fræða­garð skyldi gilda um kjör þeirra, en ekki samningur BÍ við SA.

Blaða­manna­fé­lagið kærði málið til Fé­lags­dóm og dóms­orð var kveðið upp í gær, 29. nóvember.

„Viður­kennt er að stefnandi, Blaða­manna­fé­lag Ís­lands, fari með samnings­aðild fyrir [dag­skrár­gerðar­mann A] frá og með 1. júlí 2019 og [dag­skrár­gerðar­mann B] frá og með 1. septem­ber 2019 við gerð kjara­samninga vegna starfa þeirra sem dag­skrár­gerðar­fólk hjá Ríkis­út­varpinu ohf.,2 segir í dóms­orðinu.

Sam­tök at­vinnu­lífsins var sýknað af öllum kröfum stefnanda í málinu og máls­kostnaður milli aðila fellur niður.

„Með þessum úr­skurði hefur Fé­lags­dómur tekið af allan vafa um að BÍ fari með kjara­samnings­um­boð fyrir það dag­skrár­gerðar­fólk á RÚV sem á aðild að BÍ,“ segir í frétt á heima­síðu BÍ.

„Það er þó ekki þar með sagt að allt dag­skrár­gerðar­fólk á RÚV geti að ó­breyttu gert kröfu um að kjara­samningar BÍ gildi um þeirra störf. Kröfu BÍ um að kjara­samningar fé­lagsins skyldu gilda aftur­virkt til til­tekinna dag­setninga fyrir dag­skrár­gerðar­mennina tvo var hafnað af dómnum,“ segir einnig.