Rauði krossinn á Ís­landi, Lands­sam­tök Þroska­hjálpar og Solaris, hjálpar­sam­tök fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk á Ís­landi, for­dæma brott­vísanir ís­lenskra stjórn­valda á um­sækj­endum um al­þjóð­lega vernd sem hafa þegar fengið stöðu sína viður­kennda í Grikk­landi.

Þá hefur Solaris boðað mót­mæli á Austur­velli klukkan 17.15, síðar í dag.

Rauði krossinn hefur í­trekað gagn­rýnt brott­vísanir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem ís­lensk stjórn­völd beri á­byrgð á.

Þroska­hjálp óskar eftir neyðar­fundi með ráð­herra mann­réttinda­mála, Katrínu Jakobs­dóttur, ráð­herra mál­efna fatlaðs fólks, Guð­mundi Inga Guð­brands­syni og ráð­herra út­lendinga­mála, Jóni Gunnars­syni. „Sam­tökin telja aug­ljóst að al­var­leg mann­réttinda­brot hafi verið framin og tefjast skýringa tafar­laust.“

„Stjórn Solaris for­dæmir harð­lega brot ríkis­stjórnar Ís­lands á al­þjóð­legum skuld­bindingum sem birtast meðal annars í brott­vísun Hussein og fjöl­skyldu, þar sem Samningur Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er brotinn sem og Samningur Sam­einuðu þjóðanna um réttar­stöðu flótta­fólks og jafn­ræðis­reglu stjórn­sýslu­laga,“ segir í yfir­lýsingu Solaris.

Brott­vísun fatlaðs ein­stak­lings brjóti gegn samningum

Rauði krossinn bendir á á að Ís­land er aðili að samning Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu.

Sam­kvæmt þeim samningum skulu aðildar­ríki gera allar ráð­stafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða ein­stak­linga, fyrir pyndingum eða annarri grimmi­legri, ó­mann­legri eða niður­lægjandi með­ferð eða refsingu.

Þroska­hjálp minnist einnig á Samning Sam­einuðu þjóðanna. „Í samningnum er einnig fjallað um að­gengi, að­gang að réttinum, við­eig­andi að­lögun og mikil­vægi þess að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks til þess að tryggja jafn­rétti í reynd. Öll þessi á­kvæði telja Lands­sam­tökin Þroska­hjálp að hafi verið brotin í þeirri at­burða­rás sem hófst síð­degis í gær.“

Þroska­hjálp hefur fylgst með máli við­komandi síðustu á­tján mánuði og tekið þátt í að vekja at­hygli á sér­stak­lega við­kvæmri stöðu hans. Þroska­hjálp telur ekki hafa verið tekið mið af fötlun við mat um­sóknar um al­þjóð­lega vernd, en slíkri um­sókn var synjað bæði hjá Út­lendinga­stofnun og Kæru­nefnd út­lendinga­mála.

„Jafn­framt héldu þau því fram að mann­sæmandi að­stæður væru tryggðar í Grikk­landi, sem er í hrópandi mót­sögn við þær upp­lýsingar sem Þroska­hjálp hefur aflað hjá systur­sam­tökum sínum í Grikk­landi sem segja stöðu fatlaðs fólks full­kom­lega ó­við­unandi,“ segir í yfir­lýsingu Þroska­hjálpar.

Tvær vikur í að mál Hussein verði tekið fyrir

Í fyrsta lagi eru tvær vikur þangað til að mál Hussein verður tekið fyrir hjá ís­lenskum dóm­stólum „og aug­ljóst að hann getur ekki komið fyrir dóm á Ís­landi til að‘ tala máli sínu,“ segir í yfir­lýsingu Þroska­hjálpar.

Stað­festar heimildir Þroska­hjálpar herma að hvorki lög­maður mannsins né réttar­gæslu­maður hafi fengið upp­lýsingar um stöðu mála frá yfir­völdum, en skylt er að upp­lýsa þeim um stöðu máls.

„Þegar þær upp­lýsingar bárust eftir öðrum leiðum var bæði lög­manni og réttinda­gæslu­manni meinað að hitta skjól­stæðing sinn og veita honum að­stoð. Krafan um við­eig­andi að­lögun og stuðning var því alls ekki upp­fyllt.“

Þá hafi maðurinn verið sendur úr landi án nauð­syn­legra lyfja en í yfir­lýsingunni segir að með þessu sé heilsu mannsins stefnt í voða.

Á­kvæði sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um verndun frið­helgi ein­stak­lingsins þegar maðurinn var fjar­lægður með líkam­legu valdi úr hjóla­stólnum. „Í því felst vald­beiting og of­beldi sem er með öllu ó­á­sættan­legt.“

Að­stæður flótta­fólks í Grikk­landi séu mjög slæmar

„Líkt og Rauði krossinn hefur í­trekað bent á ber fjölda heimilda saman um að að­stæður flótta­fólks í Grikk­landi séu heilt yfir mjög slæmar. Um­sækj­endur, sem hlotið hafa al­þjóð­lega vernd í Grikk­landi og seinna leitað hingað til lands og óskað eftir al­þjóð­legri vernd, hafa jafn­framt undan­tekningar­laust greint frá ó­við­unandi að­stæðum í Grikk­landi,“ segir í yfir­lýsingu Rauða krossins.

Rauði krossinn hvetur ríkis­stjórnina til þess að endur­skoða þá stefnu að senda um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd, sem fengið hafa stöðu sína viður­kennda í Grikk­landi, aftur þangað. „Á­standið í Grikk­landi hefur um nokkurt skeið verið ó­boð­legt fyrir flótta­fólk en fólk á flótta á að njóta mann­réttinda á sama hátt og annað fólk.“