Stjórn Fé­lags ís­lenskra safna og safn­manna (FÍSOS) gerir al­var­legar at­huga­semdir við skipun nýs þjóð­minja­varðar þann 26. ágúst síðast­liðinn. Fé­lagið sendi frá sér yfir­lýsingu í dag.

„Ráðningar sem þessar, með til­færslu á milli em­bætta, eru ó­gagn­sæjar og ó­fag­legar. Slík vinnu­brögð grafa undan trausti á stjórn­sýsluna og em­bættis­manna­kerfið,“ segir í yfir­lýsingunni.

Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, skipaði í vikunni Hörpu Þórs­dóttur, safn­stjóra Lista­safns Ís­lands, til að gegna em­bætti þjóð­minja­varðar.

Skipað var í em­bættið án þess að það hafi verið aug­lýst og styðst ráð­herra í þeim efnum við heimildir til að færa starfs­menn hjá ríkinu til í starfi án þess að aug­lýsa við­komandi stöðu lausa til um­sóknar.

„Með því að skipa í stöðu þjóð­minja­varðar án aug­lýsingar er gert lítið úr mikil­vægi safnsins, fag­legri starf­semi þess og starfs­fólki. Skipun sem þessi grefur undan fag­legu um­hverfi safna og lýsir metnaðar­leysi stjórn­sýslunnar í garð Þjóð­minja­safnsins og mála­flokksins í heild,“ segir í yfir­lýsingunni.

„Stjórn FÍSOS leggur á­herslu á að at­huga­semdir þessar beinast að engu leyti að ný­skipuðum þjóð­minja­verði, heldur að ó­gagn­sæju og ó­rétt­látu ferli skipunarinnar,“ segir einnig í yfir­lýsingunni.

Yfir­lýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Stjórn Fé­lags ís­lenskra safna og safn­manna (FÍSOS) gerir al­var­legar at­huga­semdir við skipun nýs þjóð­minja­varðar þann 26. ágúst síðast­liðinn. Ráðningar sem þessar, með til­færslu á milli em­bætta, eru ó­gagn­sæjar og ó­fag­legar. Slík vinnu­brögð grafa undan trausti á stjórn­sýsluna og em­bættis­manna­kerfið.

Þjóð­minja­safn Ís­lands er höfuð­safn á sviði þjóð­minja­vörslu og ber sem slíkt höfuð­á­byrgð á að varð­veita, rann­saka og miðla stórum hluta ís­lensks menningar­arfs. Safnið hefur verið leiðandi í fag­legu starfi safna hér á landi í allri sinni starf­semi. Með því að skipa í stöðu þjóð­minja­varðar án aug­lýsingar er gert lítið úr mikil­vægi safnsins, fag­legri starf­semi þess og starfs­fólki. Skipun sem þessi grefur undan fag­legu um­hverfi safna og lýsir metnaðar­leysi stjórn­sýslunnar í garð Þjóð­minja­safnsins og mála­flokksins í heild.

Stjórn FÍSOS leggur á­herslu á að at­huga­semdir þessar beinast að engu leyti að ný­skipuðum þjóð­minja­verði, heldur að ó­gagn­sæju og ó­rétt­látu ferli skipunarinnar.

Virðingar­fyllst,

Stjórn FÍSOS