Stjórn Fé­lags frétta­manna gagn­rýnir harð­lega að stór­fyrir­tækið Sam­herji skuli veitast að per­sónu Helga Seljan frétta­manns með ó­mak­legum hætti. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Líkt og greint var frá fyrr í dag hafa bæði RÚV, Kveikur og Helgi Seljan sjálfur sent frá sér yfir­lýsingu vegna á­sakana af hálfu Sam­herja. Í Frétta­blaðinu í dag sökuðu for­svars­menn Sam­herja Ríkis­út­varpið og Helga um að hafa falsað gögn við gerð Kast­ljóss­þáttar árið 2012.

„Mynd­band fyrir­tækisins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efa­semdir um rétt­mæta um­fjöllun fjöl­miðla um mál­efni fyrir­tækisins,“ stendur í yfir­lýsingu Fé­lags frétta­manna.

„Það er á­hyggju­efni að for­svars­menn stór­fyrir­tækja, sem fjöl­miðlar fjalla eðli­lega um, skuli velja að reyna að gera ein­staka fjöl­miðla­menn tor­tryggi­lega í stað þess að svara efnis­lega þeim at­riðum sem fram hafa komið í um­fjöllun fjöl­miðla um starf­semi fyrir­tækisins. Það vekur jafn­framt á­hyggjur að fyrir­tækið skuli birta slíkar á­virðingar í gervi heimilda­þáttar og grafa þannig undan fjöl­miðlum al­mennt.“

Þá segir í yfir­lýsingunni að það sé þekkt víða um heim að fjár­sterkir aðilar beiti ýmsum að­ferðum til að vekja efa­semdir um frétta­flutning sem að þeim snýr.

„Það skapar þá hættu að grafið sé undan trausti á fjöl­miðlum og að fjöl­miðlar veigri sér við að fjalla um ein­staka aðila. Af því er mikil hætta búin fyrir lýð­ræðis­legt sam­fé­lag sem byggir á því að al­menningur fái að vita hvað ráða­menn í stjórn­málum og á­hrifa­menn í við­skiptum og at­vinnu­lífi að­hafast. Slíkt hefur legið í loftinu síðan Kveikur, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um Sam­herja­skjölin síðast­liðið haust.“

Að lokum lýsir fé­lagið undrun sinni á því og von­brigðum „með að sumir fjöl­miðlar hafa tekið al­gjör­lega gagn­rýnis­laust upp á­sakanir og fram­setningu í mynd­bandi stór­fyrir­tækisins sem birt var í morgun.“