Gunnar Wa­age, sem stendur fyrir undir­skrifta­söfnun til stuðnings tveggja sómalskra flótta­kvenna sem brott­vísa á úr landi sendi fyrir­spurn til Guðna Th. Jóhannes­sonar, for­seta Ís­lands, þar sem hann óskaði eftir að­stoð við að greiða úr máli þeirra.

For­seti Ís­lands svaraði fyrir­spurninni í dag og segir að hann hafi ekki bein af­skipti af á­kvörðunum um stöðu um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi.

„Ég hef átt fundi með full­trúum sam­taka sem láta sig þau mál varða en ég blanda mér ekki með beinum hætti í mál ein­stak­linga,“ segir í svari Guðna.

Hann vísar til Al­þingis en segir það vera ljóst að vilji sé fyrir hendi að vísa ekki konum í við­kvæmri stöðu úr landi.

„Ég vísa að öðru leyti til um­ræðna á Al­þingi þar sem ráð­herrar hafa meðal annars látið í ljós þá skoðun að at­huga þurfi stöðu um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Ljóst er að vilji er til þess á þingi að konum í við­kvæmri stöðu verði ekki vísað úr landi.“

Fatma Hassan Mohamoud og Nadifa Mohamed eru ungar konur frá Moga­dishu, höfuð­borg Sómalíu. Þær sóttu um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en vegna þess að þær fengu áður vernd í Grikk­landi hafa um­sóknir þeirra ekki fengið efnis­lega með­ferð og til stendur að vísa þeim úr landi.