Við­skipta­vinur hjá Arion banka segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa í tví­gang fengið beiðni um að stað­festa greiðslu upp á tæpar 13 milljónir króna vegna bíla­leigu­bíls í Banda­ríkjunum sem hann hugðist greiða fyrir.

Fjallað er um málið í Morgun­blaðinu í dag en þar kemur fram að bíla­leigu­bíllinn hafi átt að kosta um 130 þúsund krónur. Í sam­tali við Morgun­blaðið segir maðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, að hann hafi óskað eftir skýringum frá bankanum og þar að auki sent lög­reglu á­bendingu um málið.

Í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að maðurinn hafi verið í sam­skiptum við ferða­skrif­stofu vegna bókunar á bílnum og fengið stað­festingar­beiðni frá Arion í símann sinn vegna greiðslunnar. Brá manninum þá í brún enda upp­hæðin marg­falt hærri en til stóð. Daginn eftir gerðist það sama.

Maðurinn segist hafa fengið þær skýringar frá Arion að lík­lega væri um „kommu­villu“ að ræða hjá Valitor. Óskaði hann eftir því að öryggis­deild bankans tæki þetta föstum tökum auk þess að til­kynna málið til lög­reglu.

Morgun­blaðið hefur eftir Haraldi Guðna Eiðs­syni, for­stöðu­manni sam­skipta­sviðs Arion banka, að skýringin á þessu sé sú að sumir er­lendir færslu­hirðar hafa ekki upp­fært hug­búnað sinn.

„Það getur leitt til þess að upp­hæðir við­skipta birtist ekki rétt þegar við­skipta­vinur á að sam­þykkja við­skiptin, hvort sem það er í gegnum app eða SMS. Villan felst í því að seljandi gerir ráð fyrir aurum og bætir tveimur tölu­stöfum við upp­hæðina, svo hún virðist 100 sinnum hærri en hún í raun er,“ segir hann og bætir við að þetta sé þó sjald­gæft.