Mennta- og barna­mála­ráð­herra út­hlutaði í gær 450 milljónum til í­þrótta­hreyfingarinnar vegna tekju­taps af völdum Co­vid.

Af styrknum fara ríf­lega 112 milljónir til í­þrótta­fé­laga. Fékk ÍBV lang­mest, 27,4 milljónir eða nær fjórðung alls styrksins til fé­laganna.

Af heildar­upp­hæðinni fara rúm­lega 260 milljónir til sér­sam­banda, tæp­lega 21 milljón til æsku­lýðs­sam­taka og tæp­lega 55 milljónir til í­þrótta­héraða á borð við Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur.

Þetta var í þriðja og síðasta skiptið sem ráðu­neytið bauð í­þrótta­hreyfingunni styrki til að bæta upp fyrir tekju­tap vegna Co­vid. Vorið 2020 var einnig út­hlutað 450 milljónum króna og öðrum 300 milljónum í árs­lok 2020.

„Nú lýkur mót­vægis­að­gerðum stjórn­valda,“ sagði Ás­mundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra í yfir­lýsingu.

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­land fékk hæsta fram­lagið að þessu sinni, 110 milljónir, helmingi meira en næsti styrk­þegi sem er Hand­bolta­sam­bandið með 54,7 milljónir króna.