Mennta- og barnamálaráðherra úthlutaði í gær 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum Covid.
Af styrknum fara ríflega 112 milljónir til íþróttafélaga. Fékk ÍBV langmest, 27,4 milljónir eða nær fjórðung alls styrksins til félaganna.
Af heildarupphæðinni fara rúmlega 260 milljónir til sérsambanda, tæplega 21 milljón til æskulýðssamtaka og tæplega 55 milljónir til íþróttahéraða á borð við Íþróttabandalag Reykjavíkur.
Þetta var í þriðja og síðasta skiptið sem ráðuneytið bauð íþróttahreyfingunni styrki til að bæta upp fyrir tekjutap vegna Covid. Vorið 2020 var einnig úthlutað 450 milljónum króna og öðrum 300 milljónum í árslok 2020.
„Nú lýkur mótvægisaðgerðum stjórnvalda,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í yfirlýsingu.
Knattspyrnusamband Ísland fékk hæsta framlagið að þessu sinni, 110 milljónir, helmingi meira en næsti styrkþegi sem er Handboltasambandið með 54,7 milljónir króna.