Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, segir að nýr átakshópur, sem skipaður var í síðustu viku til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar, sé feilskot í máli sem þarf að taka mun fastari tökum.

Það var sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans að skipa þennan átakshóp eftir fund í heilbrigðisráðuneytinu þann 16. janúar síðastliðinn. Fundurinn kom í kjölfar umræðna þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var sökuð um að taka ekki á vandanum af alvöru eftir að hún biðlaði til lækna á fundi með læknaráði um að hætta að tala niður Landspítalann.

Tómas segist fagna því að taka eigi á málefnum bráðamóttöku Landspítalans, enda engin vanþörf á. Hann segir ágætasta fólkið skipa hópinn en furðar sig þó á því að enginn hjúkrunarfræðingur af bráðamóttökunni hafi verið valinn í hópinn.

„Þarna er reyndar ágætasta fólk, eins og aðstoðarmaður forstjóra og yfirlæknir bráðamóttökunnar. En hvar eru hjúkrunarfræðingar sömu deildar - sem standa öðrum fremur í eldlínunni?“ segir Tómas.

Þetta er á­líka fá­rán­legt og ef stjórn­endur á Land­spítala væru beðnir um að koma til Fær­eyja eða Græn­lands og ráð­leggja þar­lendum stjórn­völdum um upp­byggingu bráða­þjónustu.

Heilbrigðisráðuneytið valdi fólk í hópinn en tveir full­trú­ar heil­brigðisráðuneyt­is­ins og tveir frá Land­spít­al­an­um eiga þar sæti. Vil­borg Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri og til skamms tíma sett­ur ráðuneyt­is­stjóri í heil­brigðisráðuneyt­inu, leiðir starf hóps­ins en einnig verður frá ráðuneyt­inu sér­fræðing­ur á sviði gagna­grein­ing­ar. Frá Land­spít­al­an­um verða í hópn­um Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, aðstoðarmaður for­stjóra, og Jón Magnús Kristjáns­son, for­stöðumaður bráðaþjón­ustu Land­spít­ala. Þess má geta að Anna Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt.

Joh­an Per­mert, skurðlækn­ir og pró­fess­or við Karol­ínska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi og Markus Ca­stegren, sér­fræðing­ur á sviði svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­inga við sömu stofn­un eiga einnig sæti í átakshópnum.

Hóp­ur­inn á að skila niður­stöðum sín­um inn­an fjög­urra vikna með skýr­um til­lög­um um taf­ar­laus­ar aðgerðir til að leysa bráðan vanda.

Hvers vegna sérfræðingar frá Karólínska sjúkrahúsinu?

Hann segir það vekja enn meiri furðu að kallaðir hafi verið til tveir sérfræðingur frá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

„Eflaust ágætir menn en ef það er einhver borg á norðurhveli jarðar sem á í vandamálum með bráðamóttökur sínar þá er það Stokkhólmur. Þar logar allt í deilum, ekki síst eftir að Karílinska sjúkrahúsið ákvað að loka fyrir stóran hluta af bráðamóttöku sinni. Þetta færði vandann yfir á bráðamóttökur hinna sjúkrahúsanna í Stokkhólmi - með skelfilegum afleiðingum. Hverjum datt í hug að fá akkúrat þessa sérfræðinga hingað?“ segir Tómas og veltir fyrir sér Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og fyrrverandi Landlæknir, væri að kalla vini sína til leiks. Birgir er jafnframt fyrrverandi forstjóri Karólínska sjúkrahússins.

„Þetta er álíka fáránlegt og ef stjórnendur á Landspítala væru beðnir um að koma til Færeyja eða Grænlands og ráðleggja þarlendum stjórnvöldum um uppbyggingu bráðaþjónustu. Því miður feilskot í máli sem þarf að taka mun fastari tökum.“