Ey­þór Arnalds segir í helgar­við­tali Frétta­blaðsins að ekki hafi verið búið að finna upp al­mennar greiningar eins og tíðkast í dag þegar hann var ungur, en hann hefði þá klár­lega verið greindur á rófinu.

Ey­þór tók stúdents­próf frá Mennta­skólanum við Hamra­hlíð en námið stundaði hann utan­skóla til að geta betur nýtt tímann til að æfa sig á sellóið. „Maður reynir að taka hlutina föstum tökum,“ segir hann og bætir við að í dag hefði hann lík­lega verið sendur í greiningu.

„Nei, það var ekki búið að finna upp þessar al­mennu greiningar þegar ég var ung­lingur. Ég er voða feginn því ég hefði klár­lega verið greindur með eitt­hvað og ekki mátt gera það sem ég gerði,“ svarar hann og jánkar því að lík­lega sé hann ein­hvers staðar á hinu fræga rófi.