Fjölskyldur þar sem feður nýta sér feðraorlofið sitt skilja sjaldnar. Þetta kemur fram í rannóknargrein íThe Economic Journal sem hagfræði prófessorarnir Arna Olafsson og Herdís Steingrímsdóttir skrifa um íslenska feður. „Niðurstaðan okkar sýnir að feðraorlof minnkar skilnaðartíðni um u.þ.b. 9 prósentustig,“ segir í rannsóknargreininni.
Ísland kom á feðraorlofi sem er eyrnamerkt sérstaklega fyrir feður árið 2001. Þar áður var gátu fjölskyldur ákveðið sín á milli hver nýtti allt orlofið. Í rannsóknargrein Örnu og Herdísar segir að fyrir árið 2001 var fæðingarorlof 6 mánuðir og með frekar lágri flatri launagreiðslu og inungis 1% feðra fóru í fæðingarorlof fyrir árið 2001.
Eftir lagabreytinguna tóku hins vegar 82% af feðrum sinn hluta af fæðingarorlofinu strax árið eftir. Orlofið var lengt í 9 mánuði (í skrefum) og borgar nú 80% af launum. Þá eru þrír mánuðir eru eyrnamerktir sérstaklega fyrir feður.
Ábyrgð dreifist og verkaskipting verður betri
Rannsóknin sýnir að skilnaðartíðni var mun lægri hjá þeim pörum þar sem feður sem tóku sér fæðingarorlof og deildu þar með ábyrgðinni á uppeldi barnsins. Um 40% þeirra sambanda þar sem faðirinn tók ekkert fæðingarorlof slitnuðu innan 15 ára frá fæðingu barns.
Samkvæmt rannsókninni dreifist ekki bara ábyrgðin á uppeldi barnsins heldur kemur hún á betri verkaskipti milli maka.
„Sú staðreynd að tilkoma feðraorlofsins dregur úr skilnaðartíðni sýnir að slík stefna ekki einungis verðmæt fyrir vinnumarkaðsframlag kvenna heldur einnig dregur hún úr skilnaðartíðni með því að minnka stress og átök á heimilinu,“ segir enn fremur í rannsókninni.