Fjöl­skyldur þar sem feður nýta sér feðra­or­lofið sitt skilja sjaldnar. Þetta kemur fram í rannóknar­grein íThe Economic Journal sem hag­fræði­ prófessorarnir Arna Olafs­son og Her­dís Stein­gríms­dóttir skrifa um ís­lenska feður. „Niður­staðan okkar sýnir að feðra­or­lof minnkar skilnaðar­tíðni um u.þ.b. 9 prósentu­stig,“ segir í rann­sóknar­greininni.

Ís­land kom á feðraorlofi sem er eyrnamerkt sérstaklega fyrir feður árið 2001. Þar áður var gátu fjölskyldur ákveðið sín á milli hver nýtti allt orlofið. Í rann­sóknar­grein Örnu og Her­dísar segir að fyrir árið 2001 var fæðingar­or­lof 6 mánuðir og með frekar lágri flatri launa­greiðslu og inungis 1% feðra fóru í fæðingarorlof fyrir árið 2001.

Eftir laga­breytinguna tóku hins vegar 82% af feðrum sinn hluta af fæðingar­or­lofinu strax árið eftir. Or­lofið var lengt í 9 mánuði (í skrefum) og borgar nú 80% af launum. Þá eru þrír mánuðir eru eyrna­merktir sér­stak­lega fyrir feður.

Ábyrgð dreifist og verkaskipting verður betri

Rann­sóknin sýnir að skilnaðar­tíðni var mun lægri hjá þeim pörum þar sem feður sem tóku sér fæðingar­or­lof og deildu þar með á­byrgðinni á upp­eldi barnsins. Um 40% þeirra sam­banda þar sem faðirinn tók ekkert fæðingar­or­lof slitnuðu innan 15 ára frá fæðingu barns.

Sam­kvæmt rann­sókninni dreifist ekki bara á­byrgðin á upp­eldi barnsins heldur kemur hún á betri verka­skipti milli maka.

„Sú stað­reynd að til­koma feðra­or­lofsins dregur úr skilnaðar­tíðni sýnir að slík stefna ekki einungis verð­mæt fyrir vinnu­markaðs­fram­lag kvenna heldur einnig dregur hún úr skilnaðar­tíðni með því að minnka stress og átök á heimilinu,“ segir enn fremur í rann­sókninni.