Fé­lag eldri borgara hefur fengið frest þar til á næsta mið­viku­dag til þess að gera grein fyrir vörnum sínum í máli tveggja í­búða­eig­anda sem krefjast þess að fá lykla sína af­henta að í­búðum í Ár­skógum í Selja­hverfi. Málin voru þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur í morgun og komust lög­menn að sam­komu­lagi um viku­frest.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur málið reynst mikið hita­mál en í­búða­eig­endir voru upp­haf­lega krafðir um auka­greiðslu eftir undir­ritun kaup­samninga í­búðanna. Var það vegna auka­kostnaðar sem nam 401 milljón við byggingu í­búðanna. Lagði FEB fram sátta­til­lögu í gær í kjöl­farið.

Í héraðs­dómi í morgun full­yrti lög­maður FEB, Daði Bjarna­son, meðal annars að það væri ekki á valdi FEB að efna þar til­gerða kaup­samninga. Málið væri stærra og varðaði 63 aðra kaup­samninga en ekki einungis um­ræddar tvær í­búðir.

Sig­rún Ingi­björg Gísla­dóttir og Sigurður Kári Kristjáns­son, lög­menn um­ræddra í­búða­eig­enda, lögðu hins ­vegar á­herslu á veika stöðu skjól­stæðinga sinna sem búi meðal annars inni á öðrum á meðan þau bíða af­hendingu sinnar eigin fast­eignar að Ár­skógum.

Sig­rún segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það hafi fátt komið sér á ó­vart við þing­festingu málsins í morgun.

„Það breyttist ekkert í þessari þing­festingu, að það eru engar varnir,“ segir hún. „Og þær varnir sem verið er að byggja á þarna, við teljum ekki að þær hafi á­hrif á eðli málsins, sem er af­hending eignanna. Það er í rauninni bara það ein­falt,“ segir Sig­rún.

„Við lítum svo á að þeim hafi verið skylt að af­henda þessar í­búðir, al­gjör­lega óháð þessari um­ræðu um beiðni til kaup­enda um að þeir greiði hærra verð. Sem er þá al­gjör­lega háð vilja kaup­endanna, því kaup­samningur er bindandi.“