Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan FBI réðist til at­lögu í glæsi­villu milljarða­mæringsins Jef­frey Ep­stein í dag og fram­kvæmdi um­fangs­mikla leit að sönnunar­gögnum í henni í morgun, að því er fram kemur á vef Guar­dian. Þar kemur fram að það bendi til þess að mál hans verði ekki látið niður falla þrátt fyrir and­lát hans.

Einungis tveir dagar eru síðan milljarðar­mæringurinn fannst látinn í fanga­klefa sínum í New York, að því er virðist eftir að hafa framið sjálf­morð. Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá var milljarða­mæringurinn í haldi vegna meintra kyn­ferðis­glæpa, gegn barn­ungum stúlkum sem hann er talinn hafa haldið í á­nauð um ára­bil.

Í frétt Guar­dian kemur fram að al­ríkis­lög­reglan hafi látið til skarar skríða í morgun. Leitað sé að vís­bendingum í máli Ep­stein en fórnar­lömb hans hafa meðal annars lýst yfir reiði yfir því að hann muni sleppa við refsingu í ljósi frá­falls hans.

Ríkis­sak­sóknari Banda­ríkjanna, Willi­am Barr, gaf út til­kynningu í dag þar sem hann sagði að allir þeir sem hefðu unnið með Ep­stein að glæp­sam­legum at­vikum, „myndu ekki fá að sofa rótt,“ þrátt fyrir frá­fall milljarðar­mæringsins. Fórnar­lömb hans ættu skilið rétt­læti og myndu fá það.

David Wein­stein, lög­maður sem hefur sér­hæft sig í hvít­flibba­glæpum, full­yrðir í sam­tali við breska miðilinn að and­lát Ep­stein muni ein­falda lög­reglunni að rann­saka glæpi hans og leita að sönnunar­gögnum, frekar en að gera þeim erfiðara fyrir. Leit lög­reglunnar í villu milljarðar­mæringsins sýni fram á það.

„Sá eini sem hefði getað komið í veg fyrir leit lög­reglunnar að sönnunar­gögnum hefði verið Ep­stein sjálfur. Nú þegar hann er látinn, getur hann ekki reynt að koma í veg fyrir það,“ segir Wein­stein.