Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan FBI hefur nú hand­tekið hundruð þeirra sem tóku þátt í inn­rás hægri­öfga­manna inn í banda­ríska þing­húsið í síðustu viku. New York Times tók saman þá eftir­tektar­verðustu sem lög­reglan hefur komið böndum á.

Í um­fjöllun miðilsins kemur fram að fleiri en sjö­tíu manns hafi verið hand­teknir og að minnsta kosti 170 dóms­mál höfðuð vegna inn­rásarinnar. Líkt og marg­oft hefur komið fram létust fimm manns í á­rásinni.

FBI hefur fengið til sín yfir hundrað þúsund á­bendingar vegna inn­rásarinnar. Þar eru þúsundir mynda og mynd­banda en talan nær ekki til fjölda sím­hringinga sem lög­reglan hefur fengið.

Haft er eftir Michael Sherwin, ríkis­sak­sóknara í DC að taka muni marga mánuði að klára rann­sókn málsins. Segist hann jafn­framt búast við því að fjöldi hand­taka muni aukast. Hér eru nokkrir af þeim eftir­tektar­verðustu sem hafa verið hand­teknir.

Jake Angeli

Jake Angeli vakti mikla athygli.
Fréttablaðið/AFP

Jacob Ant­hony Chansl­ey, sem lætur kalla sig Jake Angeli og er vel þekktur sam­særis­kenninga­smiður meðal QA­non sam­takanna, er lík­legast sá þekktasti sem hand­tekinn hefur verið.

Horn hans og loð­feldur vöktu enda lík­legast einna mestu at­hyglina þegar inn­rásin reið yfir þing­húsið. Hann hélt á spjóti í inn­rásinni sem á var banda­ríski fáninn. Hann hefur mætt á ýmsar Trump ráð­stafanir síðan 2016.

At­hygli vakti í vikunni að Angeli hafði ekki borðað í marga daga í fangelsinu. Sjálfur sagðist hann ein­göngu sætta sig við seið­karla­fæði, sum­sé líf­rænt fóður. Á­hyggju­full móðir hans sagði fjöl­miðlum hins­vegar að hann væri gríðar­lega við­kvæmur í maganum.

Adam John­son

Johnson var hress og kátur þegar hann gekk um með pontuna.
Fréttablaðið/Getty

Hinn 36 ára gamli Adam John­son kemur lík­lega rétt á eftir Angeli meðal þeirra sem vöktu mesta at­hygli. Hann náðist á mynd þar sem hann hélt á pontu Nan­cy Pelosi, leið­toga Demó­krata í full­trúa­deildinni skæl­brosandi.

John­son, sem er frá Flórída, var hand­tekinn stuttu síðar og gefið að sök að hafa brotist inn í hús­næði al­ríkisins án heimildar auk þjófnaðar. Pontan fór þó ekki langt og fannst annars­staðar í gríðar­lega stóru hús­næði þingsins.

Pelosi hefur síðan þá gert í því að nýta pontuna. Hana nýtti hún meðal annars þegar hún svaraði spurningum blaða­manna eftir að Donald Trump hafði verið á­kærður fyrir af­glöp í em­bætti í annað sinn á dögunum.

Richard Barnett

Barnett settist í stól Pelosi og stal umslagi og öðru af skrifstofu hennar.

Hinn 60 ára gamli Richard Barnett var hand­tekinn tveimur dögum eftir inn­rásina í þing­húsið. Banda­rískir miðlar hafa áður greint frá því að auð­velt hafi verið fyrir FBI að hafa upp á honum.

Hann gerði sér lítið fyrir og braust inn á skrif­stofu Nan­cy Pelosi. Hún hefur í­trekað verið skot­spónn hægri öfga­manna. Sjálfur hefur Barnett verið dug­legur að mæta á sam­komur Trumpista og tyllti hann sér í stól Pelosi og lét taka af sér mynd.

Þá stal hann jafn­framt pening og um­slögum af skrif­stofunni og birti af sér mynd í kjöl­farið með um­slag sem merkt var Pelosi. Sagði Sól­ey Tómas­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi, að myndin af Barnett hefði vakið upp gamlan ótta hjá sér. Slíkir karlar væru þeir sem hún hefði óttast mest af öllu.

Kevin Seefri­ed

Sonur Seefried montaði sig við vinnufélaga og þeir voru handteknir í kjölfarið.
Fréttablaðið/AFP

Maðurinn með Suður­ríkja­fánann í þing­húsinu, Kevin Seefri­ed, var hand­tekinn í gær eftir að FBI hafði leitað hans í rúm­lega viku. Hann gaf sig fram við yfir­völd í Delaware.

Myndir af Seefri­ed vöktu gríðar­lega at­hygli fánans vegna. Stjórn­mála­maðurinn Haf­steinn Einars­son út­skýrði í sam­tali við Frétta­blaðið að fáninn hefði aldrei sést blakta í þing­húsinu. Það ekki einu sinni í banda­rísku borgara­styröldinni.

Fram kemur í um­fjöllun NYT að Seefri­ed hafi komist inn í þing­húsið á­samt syni sínum í gegnum brotinn glugga. FBI tókst að hafa hendur í hári hans eftir á­bendingu frá vinnu­fé­laga sonar hans. Sonur hans hafði montað sig af þátt­tökunni og því fór se mfór.

Eric Ga­velek Munchel

Munchel var einn fjölmargra sem tóku með sér jafngildi handjárna í þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty

Hinn þrjá­tíu ára gamli Munchel náðist á mynd í þing­sal öldunga­deildarinnar þar sem hann var klæddur líkt og her­maður.

Var hann í skot­heldu vesti og hélt hann á renni­böndum með­ferðis, að því er virðist til­búinn til að taka þing­menn í gíslingu.

Hefur miðillinn eftir lög­reglu­mönnum FBI að þó nokkur vopn hafi fundist á Munchel þegar hann var hand­tekinn. Hann hafði jafn­ramt á sér á mynda­vél þegar hann var inni í þing­húsinu.

Klete Keller

Mynd/Julio Rosas

Keller er Ólympíugull­verð­launa­hafi í sundi en hann var einn þeirra sem braust inn í þing­húsið þann 6. janúar síðast­liðinn. Fram kemur í frétt NYT að hann hafi verið hand­tekinn eftir að fyrrum liðs­fé­lagar hans komu auga á hann í mynd­skeiðum frá þing­húsinu.

Keller gerði lítið til að hylja and­lit sitt í þing­húsinu. Hann var auk þess í treyju banda­ríska lands­liðsins í þing­húsinu. Hann er auk þess gríðar­lega há­vaxinn og er þess getið í skýrslu FBI að hann hafi lík­legast verið há­vaxnastur á­rásar­manna.

Keller vann til verð­launa á þremur Ólympíu­leikum og gull á tvennum, í Aþenu árið 2004 og í Peking árið 2008. Hann var liðs­fé­lagi Michael Phelps, eins þekktasta sund­kappa í heimi. Þá vann hann til silfur­verð­launa í S­yd­n­ey árið 2000 og tvenn brons­verð­laun.

Byggt á umfjöllun New York Times.