Bandaríkin

FBI hóf eigin rannsókn á Trump 2017

FBI hóf rannsókn á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, einungis örfáum dögum eftir að hann fék forstjóra stofnunarinanr úr embætti.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Fréttablaðið/AP

Bandaríska alríkislögreglan(FBI), hóf eigin rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjandi hefði unnið með eða fyrir Rússa í aðdraganda kosninganna 2017. Rannsóknin hófst einungis örfáum dögum eftir að forsetinn rak James B. Comey, fyrrum forstjóra FBI, úr embætti. Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem starfa innan stofnunarinnar. 

Í frétt NY Times um málið kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar hafi verið virkilega áhyggjufullir vegna hegðunar Trumps eftir að hann var kjörinn í embætti. Þar af leiðandi var ákveðið að rannsaka nánar hvort Trump hefði, viljandi eða óviljandi unnið með eða fyrir Rússa og þannig ógnað öryggi þjóðarinnar. 

Rannsóknin var í rauntvíþætt, en hinn þáttur rannsóknarinnar sneri að brottrekstri Comey og hvort forsetinn hafi mögulega gerst brotlegur við lög með framgöngu sinni, er hann vék honum skyndilega úr embætti. Rannsóknin var síðar sameinuð rannsókn Roberts Muller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Sú rannsókn stendur enn yfir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Þingið mun rannsaka meint afbrot Trumps

Bandaríkin

Vill lýsa yfir neyðarástandi

Bandaríkin

Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn

Auglýsing

Nýjast

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing