Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan (FBI) hefur hand­tekið Ghisla­ine Maxwell, fyrr­verandi kærustu Jef­frey Ep­steins. Talið er að hún hafi gegnt stóru hlut­verki í mansals­hring auð­kýfingsins.

BBC greinir frá því að Maxwell hafi verið hand­tekin í New Haps­hire í Eng­landi í tengslum við rann­sóknina á Ep­stein og man­sali hans. Hún hefur neitað allri þátt­töku eða vit­neskju af meintum kyn­ferðis­brotum og man­sali Ep­steins.

Hún er talin hafa sigtað út ungar stúlkur fyrir Ep­stein sem þau seldu svo man­sali. Maxwell er dóttir Ians Roberts Maxwell sem var um tíma þing­maður og fyrir­ferðar­mikill í bresku við­skipta­lífi.

Ep­stein lést í fangelsis­klefa í New York þann 10. ágúst fyrir tæpu ári síðan. Hann beið þar eftir réttar­höldum sínum.

Sam­kvæmt BBC er mjög stutt síðan Maxwell var hand­tekin og verður hún leidd fyrir dómara í dag.