Al­ríkis­lög­reglan í Banda­ríkjunum (FBI) fór í hús­leit í dag á heimili Brian Laun­dri­e, kærasta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito en lík hennar fannst í skógi ná­lægt tjald­svæði í Wyoming í Banda­ríkjunum í gær.

Lög­regla til­kynnti á blaða­manna­fundi að búið væri að bera kennsl á Petito en krufning hefur þó ekki farið fram. Sam­kvæmt frétt BBC er ekki búið að á­kæra Laun­dri­e fyrir neitt enn sem komið er en hann neitaði að ræða við lög­regluna fyrr í þessum mánuði og hefur ekkert til hans spurst frá því um miðjan september.

Hús­leitin fór fram á heimili for­eldra Laun­dries og voru þau bæði fjar­lægð úr heimilinu áður en leitin hófst. Fjöl­skyldan segist hafa séð Laun­dri­e síðast þann 14. septem­ber

Lögreglumenn fyrir utan heimili foreldra Brians Laundrie.
Ljósmynd/Getty Images

Hin 22 ára Petito sagði starfi sínu lausu og lagði af stað í ferða­lag með Laun­dri­e á hús­bíl í júlí á þessu ári. Hann snéri einn til baka þann 1. septem­ber.

Parið var ötult við að deila myndum og mynd­böndum af ferða­lögum sínum á sam­fé­lags­miðlum og hefur mynd­skeið frá upp­hafi ferða­lagsins fengið um 3,5 milljónir á­horf­a á Youtu­be.

Fjöl­skylda Petito segist hins vegar hafa ekkert heyrt í henni frá því í ágúst en fram að því hafði Petitio verið í stöðugum sam­skiptum við þau og deilt efni á sam­fé­lags­miðlum reglu­lega.

Síðustu skila­boðin sem Petito sendi móðir sinni voru þess efnis að það yrði ekkert síma­sam­band í Yo­semite þjóð­garðinum í Banda­ríkjunum en hann væri næsti á­fanga­staður þeirra. Móðirin hefur lýst efa­semdum um að Petito hafi skrifað skila­boðin sjálf.

Þegar Laun­dri­e kom heim neitaði hann að ræða við fjöl­skyldu Petito. Hann hvarf síðan sjálfur þegar ljóst var að hann lægi undir grun vegna hvarfs hennar.

Um miðjan ágúst hafði lög­reglan af­skipti af parinu vegna gruns um of­beldi. Lög­reglan tók skýrslu af parinu sem lýstu at­vikinu sem smá­vægi­legum á­greiningu. Þau sögðust vera hamingju­söm og ást­fangin en bara þreytt eftir langt ferða­lag.

Newswe­ek birti hluta af mynd­bandi úr búk­vél lög­reglu­manns af parinu í síðustu viku.