Alþjóða tennissambandið og stærsta tennismótaröð heims hafa komist að samkomulagi við bandarísku alríkislögregluna, FBI, um að vera með starfsmenn innan handar ef leikmenn verða fyrir netníði á BNP Paribas Open mótinu sem er hluti af WTA-mótaröðinni.

Sífellt fleiri íþróttastjörnur hafa stigið fram og lýst því hvernig netníðingar hafa herjað á samskiptamiðla þeirra eftir leiki ef illa gengur.

Til þessa hefur samskiptamiðlunum ekki tekist að koma í veg fyrir netníðið sem á sér oftast stað í skjóli nafnleyndar þrátt fyrir ákall frá íþróttastjörnum, íþróttafélögum og íþróttasamtökum um að uppræta slíka hegðun.