Ís­lendingar munu fá færri skammta af bólu­efni Pfizer og BioN­Tech um ára­mót en samningar gerðu ráð fyrir. Í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu segir að á­ætlun Pfizer um af­hendingu bólu­efna hafi raskast.

Miðað var við að Ís­land fengi rúm­lega 21 þúsund skammta fyrir ára­mót en nú er ljóst að þeir verða ekki nema 10 þúsund. Von er svo á 17.500 skömmtum til við­bótar. Sam­tals duga þessir skammtar að­eins fyrir tæp­lega 14 þúsund manns og út­lit fyrir að fleiri verði ekki bólu­settir á Ís­landi með bólu­efni Pfizer/BioN­Tech á fyrstu tveimur mánuðum næsta árs.

Heil­brigðis­ráðu­neytið segir þó að nánari upp­lýsingar um af­hendingu bólu­efnisins á fyrsta árs­fjórðungi næsta árs ættu að liggja fyrir á næstu dögum.

Ís­land hefur einnig lokið samningi við bólu­efna­fram­leiðandann Astra Zene­ca og er samnings­gerð við Jans­sen á loka­stigi. Sam­tals tryggja samningar við Pfizer og þessa tvo fram­leið­endur bólu­efni fyrir 281 þúsund ein­stak­linga.

Samnings­gerð er einnig hafin við lyfja­fram­leiðandann Moderna. Stóra spurningin nú er hve­nær í hvaða magni næstu skammtar verða af­hentir Ís­landi.